Með bleikan Smeg-ísskáp í stofunni

Stofan er afar sjarmerandi. Hér má sjá tvo leðurklædda Svani …
Stofan er afar sjarmerandi. Hér má sjá tvo leðurklædda Svani eftir Arne Jacobsen og bleikan Smeg-ísskáp.

Marargata í Reykjavík er ein mest sjarmerandi gatan í miðbæ Reykjavíkur. Hún gengur út frá Landakotsspítala og það má alveg segja að hjartað í Vesturbænum slái á þessum bletti. Húsið sjálft er reisulegt, þrjár hæðir plús ris, og allt gert upp á smekklegasta máta.

Að utan er húsið hvítmálað en þegar inn er komið tekur svarti liturinn við og blandast saman við gráa tóna og auðvitað hvítan lit.

Húsið er 374 fm í heild sinni og í dag eru þrjár íbúðir í húsinu en það var byggt 1932. Það vekur athygli hversu fallega heimilið er innréttað. Hver hlutur á sínum stað og öllu raðað upp af miklu næmi fyrir formum og litum.

HÉR er hægt að skoða húsið nánar.

Horft úr eldhúsinu inn í borðstofu.
Horft úr eldhúsinu inn í borðstofu.
Eldhúsið er með mjög eldhúslegri eyju.
Eldhúsið er með mjög eldhúslegri eyju.
Svarti liturinn er áberandi í eldhúsinu.
Svarti liturinn er áberandi í eldhúsinu.
Borðstofa og stofa mætast.
Borðstofa og stofa mætast.
Stofan er opin og björt.
Stofan er opin og björt.
Á baðherberginu mætast svartur og hvítur á sjarmerandi hátt.
Á baðherberginu mætast svartur og hvítur á sjarmerandi hátt.
Svefnherbergið er svolítið öðruvísi en gengur og gerist.
Svefnherbergið er svolítið öðruvísi en gengur og gerist.
Horft inn ganginn.
Horft inn ganginn.
Húsráðendur kunna að gera fallegt í kringum sig.
Húsráðendur kunna að gera fallegt í kringum sig.
Stemning á háaloftinu.
Stemning á háaloftinu.
Horft upp stigann.
Horft upp stigann.
Svona lítur innkeyrslan út.
Svona lítur innkeyrslan út.
Svona lítur heildarrýmið út.
Svona lítur heildarrýmið út.
Eitt af baðherbergjum hússins.
Eitt af baðherbergjum hússins.
Horft inn ganginn.
Horft inn ganginn.
Skápaplássið í svefnherberginu er til fyrirmyndar.
Skápaplássið í svefnherberginu er til fyrirmyndar.
Svona lítur húsið út að utan.
Svona lítur húsið út að utan.
Svefnherbergið í allri sinni dýrð.
Svefnherbergið í allri sinni dýrð.
Svefnherbergið er opið og bjart.
Svefnherbergið er opið og bjart.
Í barnaherberginu er afar falleg litapalletta. Gráir veggir tóna vel …
Í barnaherberginu er afar falleg litapalletta. Gráir veggir tóna vel við hvíta loftlista og gluggatjöld. Húsgögnin í barnaherberginu eru hin fínustu.
Hér væri nú ekki amalegt að skrúbba af sér og …
Hér væri nú ekki amalegt að skrúbba af sér og njóta kyrrðarinnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál