Undurfallegt eldhús með nýjum áhrifum

Þetta eldhús þykir afar lekkert.
Þetta eldhús þykir afar lekkert. Ljósmynd/Anke Leunissen

Hollenski ljósmyndarinn Anke Leunissen og stílistinn Kim de Groot eiga farsælt samstarf eins og sést á þessari mynd sem þau tóku á heimili nokkru. Það sem vakti athygli undirritaðrar við skoðun myndarinnar er, fyrir utan fallega myndatöku og stíliseringu, hvað eldhúsið er fallegt.

Það er ekki á hverjum degi sem fólk þorir að flísaleggja heilan vegg með bláum flísum og það eru ekki allir sem þora að fá sér eldrauða sprautulakkaða innréttingu. Það er samt alveg merkilegt hvað þessi blanda er falleg og spilar vel saman.

Glerskápurinn á veggnum býr til ákveðna stemningu og ekki er verra að leyfa fallega stellinu að njóta sín. Þetta er svona sambland af hippa- og hefðarkisu-stemningu sem er eitthvað svo ofursjarmerandi.

Það sem er líka dálítið heillandi er að það er auðvelt að stæla þetta eldhús. Þeir sem eru með sprautulakkaða hvíta innréttingu heima hjá sér ættu að vingast við einhvern sætan bílasprautara sem gæti sprautulakkað innréttinguna í háglans. Svo eru nokkrar flísabúðir, allavega á höfuðborgarsvæðinu, sem selja munstraðar flísar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál