Hannaði 300.000 króna skrifborð

Skrifborðið lítur fallega út.
Skrifborðið lítur fallega út.

Myndlistarmaðurinn Hjalti Parelius hefur hannað skrifborð sem ber heitið D01 og verður frumsýnt á Hönnunarmars. D01-skrifborðið var hannað með vinnuþarfir hönnuðar og listamanns í huga að sögn Hjalta.

„Borðið þurfti að vera einfalt í hönnun, hafa gott geymslupláss í skúffum, og hafa pláss fyrir tvo 23" skjái, ásamt teiknibretti og fartölvu. Upphaflega ætlaði ég að smíða borðið sjálfur en áttaði mig fljótt á eigin takmörkunum í trésmíði. Ég ákvað að ef ég færi út í að gera borðið yrði það smíðað af fagmanni. TJ Innréttingar í Hafnarfirði hafa tekið það að sér að smíða borðið og kom það betur út en ég hefði nokkurn tímann trúað,“ segir Hjalti. Hann hefur haft nóg að gera síðustu mánuði en hann var síðasta haust ráðinn í að mála risastór málverk í nýjum höfuðstöðvum Alvogen.

D01-skrifborðið sækir innblástur til skandinavískrar og bandarískrar hönnunar á árunum 1950-1960 og er smíðað úr hágæða birkikrossvið og furu. Skrifborðið er framleitt eftir pöntun svo hvert einasta borð er sérsmíðað. Aðspurður um verðið á D01-skrifborðinu segir Hjalti að það sé ekki endanlega ákveðið en það verði væntanlega á bilinu 250-300 þúsund kr. „Við reynum eftir bestu getu að halda verðinu sem hagstæðustu en gæðunum sem mestum en það er nú bara þannig að framleiðslukostnaður á Íslandi er mjög hár,“ segir Hjalti. Skrifborðið verður frumsýnt 12. mars 2015 á Hönnunarmars í Epal, Skeifunni.

Skrifborðið er sérhannað fyrir hönnuði.
Skrifborðið er sérhannað fyrir hönnuði.
Skrifborðið kostar 250-300.000 krónur.
Skrifborðið kostar 250-300.000 krónur.
Myndlistarmaðurinn Hjalti Parelius.
Myndlistarmaðurinn Hjalti Parelius.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál