Ódýrasta lausnin sem gerir kraftaverk

Með því að mála allt í gráum lit snarbreyttist stemningin …
Með því að mála allt í gráum lit snarbreyttist stemningin í rýminu. Ljósmynd/makeithome.nl

Lesendur Smartlands Mörtu Maríu elska ódýrar og sniðugar lausnir sem fegra heimilið eða vinnustaðinn.

Hér breyttist allt þegar gráa litnum var klínt á alla veggi og svo var aðeins tekið til í leiðinni. Það kostar jú ekkert að skipuleggja upp á nýtt og raða gömlu hlutunum upp á annan hátt. 

Fyrstu fjórar myndirnar sýna hvernig vinnustofan leit út eftir að tekið var til og allt málað í sama gráa litnum. Síðustu ár hefur það þótt töluvert móðins að mála einn gráan vegg en nú kveður við annan tón því nú eiga allir veggir að vera í sama lit - eða svo gott sem. Á þessari vinnustofu er einnig búið dekkja gólfið og um leið og veggirnir voru málaðir var tekið til og aðeins reynt að gera huggulegra.

Takið eftir að gamlir innbyggðir skápar voru ekki lakkaðir með sérstöku lakki heldur voru þeir málaðir í sama lit og veggirnir. Það kemur á óvart hvað þetta kemur vel út.

Mottan setur svip sinn á gólfið. Takið eftir hvernig skáparnir …
Mottan setur svip sinn á gólfið. Takið eftir hvernig skáparnir í bakgrunninum eru málaðir með sömu málningu og veggirnir. Ljósmynd/makeithome.nl
Gólfið er orðið grátt og veggirnir dökkgráir. Allt í umhverfinu …
Gólfið er orðið grátt og veggirnir dökkgráir. Allt í umhverfinu kemur betur út eftir að það var málað. Ljósmynd/makeithome.nl
Hér er búið að setja bókahillur á vegginn og mála …
Hér er búið að setja bókahillur á vegginn og mála allt í kox-gráum lit. Ljósmynd/makeithome.nl
Svona leit vinnustofan út áður en hún var tekin í …
Svona leit vinnustofan út áður en hún var tekin í gegn. Ljósmynd/makeithome.nl
Hvíti liturinn býr til allt aðra stemningu.
Hvíti liturinn býr til allt aðra stemningu. Ljósmynd/makeithome.nl
Áður var allt hvítt á vinnustofunni.
Áður var allt hvítt á vinnustofunni. Ljósmynd/makeithome.nl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál