Bronslitaði Kartell-lampinn gerir allt vitlaust

Gull og brons er afar vinsælt þessa dagana.
Gull og brons er afar vinsælt þessa dagana.
Bourgie lampinn frá Kartell sem hannaður var af Ferruccio Laviani sló algerlega í gegn þegar hann kom á markað. Nú lampinn fáanlegur í bronslit og segir Skúli Rósantsson eigandi Casa að lapinn sé klassískur.
„Bronsliturinn er nýjasti liturinn í Bourgie lampanum. Aftur á móti hefur gull-lambinn verið til lengi,“ segir Skúli aðspurður að því hvort þessir metallitir séu nýir af nálinni. Á dögunum opnaði Casa nýja verslun í Kringlunni og má sjá bronslitaða lampann á besta stað í glugganum.
Skúli segir að bronsið hafi sjaldan verið heitara en í dag og það sé góð stemning fyrir bæði Bourgie lampanum og Componibili borðunum í brons og gulllituðu. Auk þess er hægt að fá þetta tvennt í silfurlit.

Aðspurður að því hverjir falli fyrir bronslituðum húsgögnum segir hann hópinn vera breiðan.

„Fólk kaupir þetta á öllum aldri. Allt frá ungum krökkum upp í fullorðið fólk. Það er gaman að koma með hann í nýjum og nýjum útfærslum en hann er líka til þrílitur og gylltur að innan.

Componibili borðin eru svo fáanlega í mismunandi útfærslum, tveggja hurða eða þriggja hurða og svo er hægt að fá þau breiðari. Skúli segir að notkunarmöguleikarnir séu óþrjótandi. „Þetta kaupir fólk sem náttborð, inn á klósett,  á ganginn eða bara hvar sem er,“ segir hann.

Skúli Rósantsson

Bourgie lampinn frá Kartell í bronslit.
Bourgie lampinn frá Kartell í bronslit.
Hér eru lamparnir í silfri, bronsi og gulli.
Hér eru lamparnir í silfri, bronsi og gulli.
Componibili borðin eru svo fáanlega í mismunandi útfærslum.
Componibili borðin eru svo fáanlega í mismunandi útfærslum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál