Svona er heima hjá arkitektinum

Horft úr eldhúsinu inn í stofu.
Horft úr eldhúsinu inn í stofu. Ljósmynd/Amit Geron

Það er alltaf jafngaman að sjá hvernig arkitektar innrétta heimili sín. Þegar arkitektinn fær fullkomlega frjálsar hendur og þarf bara að berjast við eigið sjálf, ekki að uppfylla kröfur annarra, þá gerast kraftaverkin eins og sést í þessu húsi sem Pitsou Kedem arkitekt hannaði fyrir sig og fjölskyldu sína. 

Húsið er í Ramat HaSharon í Ísael og er útkoman þannig að hjartað tekur aukaslag. Allavega hjá þeim sem hafa áhuga á flotuðum gólfum, opnum rýmum og skósíðum gluggum. Þarfir fjölskyldunnar eru í forgrunni og er hægt að labba beint út í garð úr stofunni og eldhúsinu. 

Gluggatjöld eru ekki að þvælast fyrir og heldur ekki mikið af óþarfa prjáli. Húsið er samt alveg hlýlegt því djúsí sófar njóta sín í stofunni og í sjónvarpsherberginu og svo er töluvert af mottum sem gera mikið fyrir rýmið. 

Eldhúsið er með ljósri viðarinnréttingu og vel skipulagt.
Eldhúsið er með ljósri viðarinnréttingu og vel skipulagt. Ljósmynd/Amit Geron
Stofan og eldhúsið mætast á þennan líka fína hátt. Gólfin …
Stofan og eldhúsið mætast á þennan líka fína hátt. Gólfin í húsinu eru flotuð. Ljósmynd/Amit Geron
Hillurnar í stofunni eru ansi flottar. Loftið í húsinu er …
Hillurnar í stofunni eru ansi flottar. Loftið í húsinu er steypt og gróft. Ljósmynd/Amit Geron
Sjónvarpsherbergið er vel skipulagt og smart.
Sjónvarpsherbergið er vel skipulagt og smart. Ljósmynd/Amit Geron
Baðherbergi og hjónaherbergi mætast.
Baðherbergi og hjónaherbergi mætast. Ljósmynd/Amit Geron
Hér er hægt að fá góðar hugmyndir að því hvernig …
Hér er hægt að fá góðar hugmyndir að því hvernig best er að raða í opnar hillur. Ljósmynd/Amit Geron
Horft inn í húsið í ljósaskiptunum.
Horft inn í húsið í ljósaskiptunum. Ljósmynd/Amit Geron
Baðherbergið er með sniðugum vaski. Takið eftir blöndunartækjunum.
Baðherbergið er með sniðugum vaski. Takið eftir blöndunartækjunum. Ljósmynd/Amit Geron
Hér er aldeilis hægt að leika sér.
Hér er aldeilis hægt að leika sér. Ljósmynd/Amit Geron
Mottan á gólfinu er fögur.
Mottan á gólfinu er fögur. Ljósmynd/Amit Geron
Horft út í garð.
Horft út í garð. Ljósmynd/Amit Geron
Stiginn er langur og mjór.
Stiginn er langur og mjór. Ljósmynd/Amit Geron
Fallegir hringgluggar.
Fallegir hringgluggar. Ljósmynd/Amit Geron
Húsið að kvöldlagi.
Húsið að kvöldlagi. Ljósmynd/Amit Geron
Garðurinn er ekki sem verstur.
Garðurinn er ekki sem verstur. Ljósmynd/Amit Geron
Sniðug hugmynd.
Sniðug hugmynd. Ljósmynd/Amit Geron
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál