125 milljóna höll á flötunum í Garðabæ

Húsið við Markarflöt í Garðabæ er einstaklega glæsilegt.
Húsið við Markarflöt í Garðabæ er einstaklega glæsilegt.

Við Markarflöt í Garðabæ stendur einstaklega vandað og smekklegt 315 fm einbýli sem byggt var 1967. Húsið var endurnýjað fyrir fáeinum árum og var þá skipt um gólfefni, innihurðar og baðherbergi. Sett var nýtt eldhús og ný baðherbergi. 

Í eldhúsinu er eikarinnréttingin en steyptar plötur setja svip sinn á innréttinguna. Í eldhúsinu er mikið skápapláss og þokkalegt vinnupláss. Auk þess er hægt að tylla sér við eyjuna sem er mikill kostur. 

Það sem er áberandi fallegt við þetta hús er hvað það er fallega innréttað. Húsgögnin í húsinu er afbragð og hafa húsráðendur augljóslega mikla rýmisgreind. 

<a href="/fasteignir/fasteign/715742/">HÉR</a>

er hægt að skoða húsið nánar. 

Eldhúsið er opið inn í stofu. Borðplatan í eldhúsinu er …
Eldhúsið er opið inn í stofu. Borðplatan í eldhúsinu er steypt.
Eldhúsinnréttingin nær yfir heilan vegg og svo er eyja fyrir …
Eldhúsinnréttingin nær yfir heilan vegg og svo er eyja fyrir framan. Þetta kemur vel út.
Garðurinn fyrir utan húsið er fallegur.
Garðurinn fyrir utan húsið er fallegur.
Garðstólarnir eru kunnuglegir enda eftir hinn heimsfræga Philippe Starck. Þegar …
Garðstólarnir eru kunnuglegir enda eftir hinn heimsfræga Philippe Starck. Þegar skemmtistaðurinn Rex var opnaður á sínum tíma prýddu sömu stólar staðinn.
Stofan er búin fallegum húsgögnum og er björt.
Stofan er búin fallegum húsgögnum og er björt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál