Skúli setur glæsihúsið aftur á sölu

Laufásvegur 70 er eitt glæsilegasta hús landsins.
Laufásvegur 70 er eitt glæsilegasta hús landsins.

Við Laufásveg í Reykjavík stendur eitt glæsilegasta hús landsins. Innréttingar frá Poliform prýða húsið sem var allt tekið í gegn á síðustu árum.

Smartland Mörtu Maríu sagði frá því í ágúst 2013 að Skúli Gunnar Sigfússon, oft kenndur við Subway, væri búinn að setja glæsihús sitt á sölu. Í dag er Skúli reyndar ekki sjálfur skráður fyrir húsinu heldur dótturfélag hans, Sjöstjarnan ehf. Það félag eignaðist húsið 27. mars 2014. Nú er húsið komið aftur á sölu.

Húsið er einstakt á allan hátt. Það er teiknað af Sigurði Guðmundssyni árið 1927 og eru allar innréttingar frá Poliform sem er ítalskt innréttingafyrirtæki sem framleiðir innréttingar fyrir ríka fólkið úti í heimi. Steinninn á borðplötunum er frá Fígaró og eru uppþvottavélar og ofnar frá Siemens en ísskápurinn er frá Liebherr.

Gól­f­efn­in í hús­inu eru ann­ars veg­ar basalt og hins veg­ar eikarp­ar­ket lagt í fiski­beina­mynst­ur með ramma utan um hvert rými. Par­ketið er sérunnið þannig að það líti út fyr­ir að vera gam­alt og er olíu­borið frá fram­leiðanda með 20 ára ábyrgð. Tæki á baðher­bergj­um eru inn­byggð og eru þau frá Axor.

Fasteignamat hússins er tæplega 140 milljónir.

HÉR er hægt að skoða það nánar.

Stofan er einstaklega smekkleg. Parket eð fiskibeinamunstri prýðir gólfið og …
Stofan er einstaklega smekkleg. Parket eð fiskibeinamunstri prýðir gólfið og er húsið búið vönduðum húsgögnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál