Allt endurhannað hjá Kviku

Hér mætast húsgögn eftir fræga hönnuði.
Hér mætast húsgögn eftir fræga hönnuði. Ljósmynd/Marinó Thorlacius

MP banki og Straumur sameinuðust undir merkjum Kviku í júní síðastliðnum. Í tilefni þessa kynnti bankinn nýtt útlit sem nær allt frá nýju merki yfir í innréttingar nýrra höfuðstöðva bankans í Borgartúni. Það er óhætt að segja að hönnunin hafi vakið athygli enda glæsileg í alla staði – þar sem klassískt og fágað útlit fær að njóta sín með nýstárlegu yfirbragði.

Þróun útlits, mörkun og framkvæmd var í höndum auglýsingastofunnar H:N Markaðssamskipti. Grunnlitir bankans eru messing og svartur.

„Til þess að skapa ímynd hágæða fjármálaþjónustu miðaði öll hönnun við að bankinn liti út fyrir að hafa verið til í 100 ár og yrði til í önnur 100,“ segir Högni Valur Högnason, hönnunarstjóri H:N Markaðssamskipta.

Við sameiningu bankanna var öll starfsemi hans flutt í Borgartún 25 þar sem Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir í Haf Stúd­íó,  um inn­an­húss­hönn­un bank­ans en við störf sín tók þau mið af hönn­un H:N Markaðssam­skipta.

Markmið innanhússhönnunarinnar var að skapa fágað, stílhreint en lifandi svæði sem gefur bankanum sterk karaktereinkenni. Við vinnu sína sótti Haf Stúdíó meðal annars innblástur í nútíma norræna hönnun í bland við klassíska.

„Við erum afskaplega ánægð með hvernig til hefur tekist að móta útlit og ásýnd Kviku og samstarfið við H:N Markaðssamskipti og HAF Stúdíó. Við lögðum mikla áherslu á að útlit og ásýnd bankans endurspeglaði karakter og áherslur Kviku. Húsnæðið okkar og önnur umgjörð er því fagleg og fáguð en um leið hlýleg og lifandi,“ segir Hildur Þórisdóttir, markaðs- og mannauðsstjóri Kviku.

Gull og dökkbæsaður viður mætast í afgreiðsluborði nokkru í Kviku.
Gull og dökkbæsaður viður mætast í afgreiðsluborði nokkru í Kviku. Ljósmynd/Marinó Thorlacius
Dökkur viður mætir klassískum húsgögnum frá Cassina.
Dökkur viður mætir klassískum húsgögnum frá Cassina. Ljósmynd/Marinó Thorlacius
Lógóið kemur vel út á þessum vegg.
Lógóið kemur vel út á þessum vegg. Ljósmynd/Marinó Thorlacius
Gyllt gler setur svip sinn á rýmið.
Gyllt gler setur svip sinn á rýmið. Ljósmynd/Marinó Thorlacius
Dökkar gardínur skapa hlýleika og það gera motturnar á gólfinu …
Dökkar gardínur skapa hlýleika og það gera motturnar á gólfinu líka. Ljósmynd/Marinó Thorlacius
Sjöurnar eftir Arne Jacobsen í hinum ýmsu litum og sænska …
Sjöurnar eftir Arne Jacobsen í hinum ýmsu litum og sænska bókahillan sem fæst í Epal prýðir vegginn. Ljósmynd/Marinó Thorlacius
Dökku gluggatjöldin sem ná niður í gólf koma vel út …
Dökku gluggatjöldin sem ná niður í gólf koma vel út í rýminu. MAN þriggja sæta leðursófinn og Duke sófaborðin eru frá NORR 11. Ljósmynd/Marinó Thorlacius
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál