8 fantagóðar þvottahúsa-hugmyndir

Hér er þvottavélin og þurrkarin lokuð inni enda þvottahúsið staðsett …
Hér er þvottavélin og þurrkarin lokuð inni enda þvottahúsið staðsett í eldhúsinu. Þetta er mjög sniðug lausn fyrir þá sem þurfa að nýta plássið vel.

Ef þvottahús undirritaðar yrði skoðað og persónuleiki hennar metinn eftir gæðum þess herbergis myndi undirrituð væntanlega vera lögð inn á sjúkrahúsið við sundin blá. Talið yrði að sá sem stýrði verkstýringu í þessu herbergi væri í einhvers konar geðrofi og ekki væri nokkur leið að sjá hvernig heilastarfsemin virkaði. Glundroðinn er alger sem er merkilegt því fjölskyldan er nokkuð snyrtileg til fara og alveg mjög oft í í hreinum straujuðum fötum. 

Sú sem hér skrifar hefur til dæmis aldrei viljað eiga þurrkara (sem meikar náttúrlega ekki sens miðað við stærð fjölskyldu). Heldur hefur hún hengt allt upp á herðatré, straujað og þar fram eftir götunum. 

Ferlið er samt alltaf dálítið skrýtið þótt þetta takist alltaf á endanum og ber þvottahúsið þess vegna merkis að þar sé ekkert vinstra heilahvel að störfum - heldur hægra heilahvel sem er of skapandi til að taka til og skipuleggja. 

Það að halda þvottahúsinu snyrtilegu virðist bara ekki vera nokkur leið. Og eins og undirrituð er með prýðilega rýmisgreind þá hefur sú sér hér skrifar aldrei getað hannað þvottahús þannig að það funkeri eins og hjá venjulegu meðalgreindu fólki. 

Það er því alltaf dálítið heillandi að sjá myndir af almennilegum þvottahúsum þar sem sést langar leiðir að mikill metnaður hafi verið lagt í þau og að hver hlutur eigi sinn stað. 

Þeir sem eiga það sameiginlegt með þeirri sem hér skrifar að eiga erfitt með að halda utan um þvottahúsmálin ættu að geta drukkið í sig sniðugar hugmyndir hér fyrir neðan. 

Hér má sjá vel skipulagt þvottahús með brúnni viðarinnréttingu. Þvottavél …
Hér má sjá vel skipulagt þvottahús með brúnni viðarinnréttingu. Þvottavél og þurrkari fara vel saman hlið við hlið og lítið fer fyrir vaskinum.
Hvíti liturinn ræður ríkjum í þessu þvottahúsi. Takið eftir slánni …
Hvíti liturinn ræður ríkjum í þessu þvottahúsi. Takið eftir slánni sem hangir á milli skápanna. Það fer lítið fyrir henni en í öllum þvottahúsum er nauðsynlegt að geta hengt flíkur upp til þerris.
Þetta þvottahús er engin smásmíði. Það er líklega draumur allra, …
Þetta þvottahús er engin smásmíði. Það er líklega draumur allra, sem vilja hugsa vel um fötin sín, að hafa gott pláss til að þrífa þau. Hér er meira að segja hægt að opna út í garð.
Þetta þvottahús er einfalt, látlaust og snyrtilegt.
Þetta þvottahús er einfalt, látlaust og snyrtilegt.
Hér er aldeilis gott skápapláss. Þessi vandaða innrétting prýðir þvottahúsið …
Hér er aldeilis gott skápapláss. Þessi vandaða innrétting prýðir þvottahúsið og gerir það að verkum að sá sem þar starfar þarf ekki að upplifa neina sjónmengun.
Þvottahúsin gerast ekki mikið svalari en þetta. Svartar þvottavélar eru …
Þvottahúsin gerast ekki mikið svalari en þetta. Svartar þvottavélar eru svalar á móti ljósa viðnum.
Hér er pen innrétting með fulningahurðum. Takið eftir að vaskurinn …
Hér er pen innrétting með fulningahurðum. Takið eftir að vaskurinn er lægri en þvottavélarnar. Þetta kemur vel út.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál