Eitt dýrasta hús landsins komið á sölu

Húsið er hvítmálað að utan.
Húsið er hvítmálað að utan. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is

Fasteignamat húss Steingríms Wernerssonar sem stendur við Árland 1 í Fossvogi eru 195 milljónir króna. Brunabótamat hússins eru rúmlega 169 milljónir króna sem gefur til kynna að húsið sé eitt af dýrustu einbýlishúsum Íslands. 

Árland 1 var byggt 2007 og var ekkert til sparað til að gera húsið sem glæsilegast. Húsið er 584 fm að stærð með heitum potti í garðinum, tveimur innisundlaugum og þar af einni öldulaug. Auk þess er sérstakt „panic-room“ í húsinu þar sem hægt er að dvelja ef íbúi hússins verður fyrir árás. 

Húsið stendur á skjólgóðum stað í Fossvogi og er húsið byggt í U sem gerir það að verkum að í skotinu hjá U-inu verður afar hlýtt á góðviðrisdögum. 

Steingrímur keypti hús við Árland 1 árið 2005 og var það rifið. Þegar þetta hús var reist gerði Steingrímur afar miklar kröfur. Sjálfur er hann og eiginkona hans með lögheimili í Bretlandi en hann er engu að síður skráður eigandi hússins. 

Systir hans, Ingunn Wernersdóttir, bjó einnig í Fossvoginum eða í næstu götu við Steingrím bróður sinn, við Bjarmaland 7. Hún seldi húsið 2014 og flutti að Huldubraut í Kópavogi. Þriðja systkinið, Karl Wernersson, býr á Arnarnesi eða í Blikanesi 9. Í húsi sem skráð er á einkahlutafélagið Faxar. 

HÉR er hægt að skoða Árland 1 nánar. 

Steingrímur Wernersson.
Steingrímur Wernersson. mbl.is/Rósa Braga
Veröndin við Árland 1 er hellulögð.
Veröndin við Árland 1 er hellulögð. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Í þessu skoti getur orðið mjög heitt á sumrin og …
Í þessu skoti getur orðið mjög heitt á sumrin og þá er gott að geta kælt sig í heita pottinum. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Húsið er á tveimur hæðum. Í kjallaranum er íbúð fyrir …
Húsið er á tveimur hæðum. Í kjallaranum er íbúð fyrir þjónustufólk. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Svona lítur húsið út þegar keyrt er inn Árlandið.
Svona lítur húsið út þegar keyrt er inn Árlandið. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Hér sést húsið frá öðru sjónarhorni.
Hér sést húsið frá öðru sjónarhorni. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Hér sést veröndin fyrir utan húsið.
Hér sést veröndin fyrir utan húsið. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál