Strípuð 211 milljóna íbúð

Verð á húseignum þykir hátt ef það fer yfir 100 milljónir. Nú er ein dýrasta íbúð landsins komin á sölu en á hana eru settar litlar 211 milljónir og þá á eftir að innrétta hana því íbúðin er tilbúin undir tréverk eða svo. 

Íbúðin er 256 fm að stærð og er í blokk sem byggð var 2014. Íbúðin er þakíbúð með glæsilegum þakgarði með trylltu útsýni yfir Reykjavík, Esjuna og sundin blá. Allur helsti lúxus er til staðar í íbúðinni eins og hiti í gólfi. Í íbúðinni eru síðir gluggar og eru ofnar ekki að þvælast fyrir þar. 

Skuggahverfið hefur notið mikilla vinsælda en þangað sækist vel efnað fólk í að búa þegar það minnkar við sig – nú eða stækkar við sig eins og gæti átt við í þessu tilfelli. 

Við Lindargötu 39 eru nokkrir þekktir íbúar. Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og pabbi Gísla Pálma rappara, á íbúð í húsinu og líka Ursus Maritimus Investors sem er í eigu Sigurðar Arngrímssonar fjárfestis. Fjárfestingafélagið Akureyrin á nokkrar íbúðir í húsinu og einkahlutafélagið Aleppo á íbúð í húsinu. 

HÉR er hægt að skoða íbúðina betur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál