Maralunga-sófi í Hátúni

Maralunga-sófi frá Cassina prýðir stofuna.
Maralunga-sófi frá Cassina prýðir stofuna. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is

Við Hátún 8 í Reykjavík hefur fjölskylda búið sér fallegt heimili. Íbúðin sjálf er 89 fm að stærð og stendur í Sigvaldablokk í götunni. Blokkin sjálf var byggð 1963 og ber öll einkenni Sigvalda Thordarsonar sem þykja ansi eftirsóknarverð. 

Það sem er heillandi við íbúðina er hvernig skipulagið er á henni og hvernig húsgögnum er raðað upp. Í stofunni er hinn heimsfrægi Maralunga-sófi frá Cassina. Sófinn er eitt af þeim húsgögnum sem selst alltaf mjög vel í versluninni Casa, enda klassagripur. Maralunga-sófanum er raðað upp með léttari borðum og plöntum þannig að útkoman verður heillandi. Svolítið eins og á sænsku innréttingabloggi. 

Frétt af fasteignavef mbl.is: Hátún 8

Gólfin í íbúðinni eru flotuð.
Gólfin í íbúðinni eru flotuð. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Í stofunni er hlutum raðað upp á fallegan hátt.
Í stofunni er hlutum raðað upp á fallegan hátt. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Diskókúla keyrir alltaf upp stemninguna eins og sést á þessari …
Diskókúla keyrir alltaf upp stemninguna eins og sést á þessari mynd. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Eldhúsið er með hvítri innréttingu og engum efri skápum.
Eldhúsið er með hvítri innréttingu og engum efri skápum. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Það er skemmtilega raðað í eldhúsinu.
Það er skemmtilega raðað í eldhúsinu. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Forstofan.
Forstofan. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Stigagangurinn er grafískur þegar horft er niður.
Stigagangurinn er grafískur þegar horft er niður. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál