Ljósblá eldhúsinnrétting í forgrunni

Blá sprautulökkuð innrétting við hnotu kemur vel út.
Blá sprautulökkuð innrétting við hnotu kemur vel út. Ljósmynd/Bruce Damonte

Í Los Altos Hills í Kaliforníu hefur arkitektastofan Malcolm Davis Architecture hannað guðdómlegt einbýlishús. Húsið er eins og H í laginu ef það er skoðað úr lofti. Stórir gluggar einkenna húsið en það er opið og bjart. 

Það sem vekur athygli er eldhúsið og þá sérstaklega liturinn á innréttingunni sem er ljósblár. Það er óvenjulegt að fólk þori að hafa innréttingar sínar í slíkum litum en eins og sést á þessu eldhúsi ætti fólk að gera miklu meira af því að hafa ljósbláar innréttingar. 

Innanhússarkitektinn Quinn Morgan sá um að hanna húsið að innan. Í eldhúsrýminu má til dæmis sjá arin á gluggaveggnum sem rammar þessa hlið hússins skemmtilega inn. Það hlýtur að vera svolítið næs að sitja í sófanum við arineld og horfa út í garð þar sem sundlaugin leikur stórt hlutverk og veröndin þar í kring. 

Borðkrókurinn er bjartur. Rauðu stólarnir koma frá Eames.
Borðkrókurinn er bjartur. Rauðu stólarnir koma frá Eames. Ljósmynd/Bruce Damonte
Ljósblár sófi við ljósbláa innréttingu. Er hægt að biðja um …
Ljósblár sófi við ljósbláa innréttingu. Er hægt að biðja um eitthvað meira? Ljósmynd/Bruce Damonte
Stofan frá tveimur sjónarhornum.
Stofan frá tveimur sjónarhornum. Ljósmynd/Bruce Damonte
Húsið er fallegt að utan.
Húsið er fallegt að utan. Ljósmynd/Bruce Damonte
Í garðinum er arinn.
Í garðinum er arinn. Ljósmynd/Bruce Damonte
Garðurinn er nokkuð frjálslega hannaður.
Garðurinn er nokkuð frjálslega hannaður. Ljósmynd/Bruce Damonte
Baðherbergið er flísalagt að hluta til. Frístandandi baðkar nýtur sín …
Baðherbergið er flísalagt að hluta til. Frístandandi baðkar nýtur sín við gluggana en svo er stórt sturtugler við hliðina svo vatnið úr sturtunni sprautist ekki út um allt. Ljósmynd/Bruce Damonte
Takið eftir viðnum í loftunum. Hann er ákaflega fallegur.
Takið eftir viðnum í loftunum. Hann er ákaflega fallegur. Ljósmynd/Bruce Damonte
Hér er aldeilsi hægt að hafa það huggulegt.
Hér er aldeilsi hægt að hafa það huggulegt. Ljósmynd/Bruce Damonte
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál