HAF hannaði bleika básinn

Greipur Gíslason, Sara Jónsdóttir, Hafsteinn Júlíusson, Karitas Sveinsdóttir og Halla …
Greipur Gíslason, Sara Jónsdóttir, Hafsteinn Júlíusson, Karitas Sveinsdóttir og Halla Helgadóttir.

Hönnuðirnir Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir hjá HAF studio hönnuðu sýningarbás fyrir Hönnunarmiðstöð Íslands á Stockholm Furniture & Light Fair 2017 sem nú fer fram í Svíþjóð. Hátíðin er stærsti hönnunarviðburður á Norðurlöndum sem laðar að 30 þúsund gesti. Íslenskir hönnuðir eru kynntir á básnum en líka hönnunarhátíðin HönnunarMars sem er haldin í Reykjavík í mars á hverju ári.

„Við settum upp 9 metra langan bárujárnsvegg í fimm litum en hver litur hefur eitt orð þar sem við lýsum hvað HönnunarMars stendur fyrir. Come, see , talk, enjoy og unite eru orðin og fyrir hvert orð létum við framleiða gamaldags myndavél sem kallast retro viewer. Þar eru myndir sem gefa innsýn í hátíðina og svo á þessum litríka grunni erum við búin að velja húsgögn og hluti sem eru lýsandi fyrir hvað er að gerast í íslenskri hönnun,“ segir Hafsteinn.

Á básnum er hönnun frá Vík Prjónsdóttur, Dögg Guðmundsdóttur, 1+1+1, OR Type, Þórunni Árnadóttur, Erlu Sólveigu, Einari Guðmunds, Scintilla, Angan, Katrínu Ólínu og 66 Norður svo einhverjir séu nefndir.

Greipur Gíslason, stjórnarformaður HönnunarMars, segir að básinn sé sérlega vel heppnaður.

„Innsetningin er sérlega íslensk þar sem vörur hannaðar af Íslendingum leika aðalhlutverk auk þess sem gamla góða bárujárnið fær að njóta sín. Gestir hátíðarinnar fá einnig nasasjón af því sem HönnunarMars hefur upp á að bjóða á ljósmyndasýningu sem skoðuð er í gegnum sérhannaðar View-Master vélar. 1+1+1 hópurinn tekur einnig þátt í hátíðinni í ár en þau sýna kerti og veggfóður á kaffihúsinu II Caffé Söder. 1+1+1 er samstarfshópur hönnuða frá Svíþjóð, Íslandi og Finnlandi (Petra Lilja frá Svíþjóð, Hugdetta frá Íslandi og Aalto+Aalto frá Finnlandi). Þeirra aðferðafræði er mjög sérstök og áhugaverð en hver hönnuður hannar hluta hverrar vöru í sínu landi. Svo þegar hönnuðirnir koma saman púsla þeir hlutunum saman og úr verður ein heildarvara. Þeir fá ekki að sjá vörur hinna fyrr en þeir hittast,“ segir Greipur.

Bókasnagi frá AGUSTAV.
Bókasnagi frá AGUSTAV.
Bókasnagi frá AGUSTAV.
Bókasnagi frá AGUSTAV.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál