Hringlaga speglar gera allt tryllt

Hringlaga spegill frá Circum í fallegu umhverfi í Nordiska Galleriet …
Hringlaga spegill frá Circum í fallegu umhverfi í Nordiska Galleriet í Stokkhólmi. Spegillinn fæst í Módern. Ljósmynd/Facebook

Hringlaga speglar eru út um allt núna, í erlendum tískutímaritum, á Instagram-síðum tískumeðvitaðra og á innréttingabloggum. Úlfar Finsen eigandi húsgagnaverslunarinnar Módern finnur fyrir miklum áhuga á hringlaga speglum.

„Klárlega eru hringlaga speglarnir að vekja lukku. Það er vissulega kosturinn við spegla að þeir stækka rými og gefa oft meiri dýpt. Í minni rými eins og anddyri er spegill tilvalin lausn og þar sem hringlaga speglar eru nettari en ferkantaðir geturðu jafnvel farið í stærri spegil án þess að fylla vegginn,“ segir Úlfar.

Hvers vegna eru speglar svona vinsælir?

„Við notum mikið spegla til að brjóta upp bein og kassalaga form og því höfum við séð meira af hringlaga speglum upp á síðkastið. Til dæmis ef þú ert með hlutlausan skenk eða kommóðu þá gerir flottur hringspegill fyrir ofan flotta dýpt, sérstaklega ef hann er með smá lit eða skyggingu í glerinu,“ segir hann.

Þegar ég spyr hann hverjir falli fyrir hringlaga speglum segir hann að það sé breiður hópur sem fílar svona spegla.

„Við sjáum eiginlega bara alla falla fyrir hringlaga, en stelpurnar elska þennan rosegold-litaða,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál