Blátt eldhús í heillandi raðhúsi á Álftanesi

Innréttingin er blá með hvítum kvarts-steini. Stólarnir eru frá Arne ...
Innréttingin er blá með hvítum kvarts-steini. Stólarnir eru frá Arne Jacobsen og ljósið er PH. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslensk kona flutti úr Sigvaldahúsi inn í nýlegt raðhús á Álftanesi. Hún ætlaði fyrst bara að fá örlitla innanhússráðgjöf hjá Sesselju Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix, en verkefnið tók óvænta stefnu og ákvað húsráðandi að gera miklar breytingar á húsnæðinu. 

Þetta ævintýralega verkefni á Álftanesi byrjaði í raun á Quick Fix-ráðgjöf en þróaðist strax út í langtímaverk þegar við vorum búnar að fara yfir hvað það var sem hana langaði helst að gera.

Hún vildi fá rými sem virkaði vel fyrir þær mæðgur, en þær eru mikið á ferð og flugi og eru bæði í hundunum og hestunum,“ segir Sesselja.

Sesselja segir að henni hafi verið treyst 100% fyrir verkefninu og var húsráðandi opin fyrir flest öllu sem Sesselja lagði til.

„Hún flutti í þetta hús eftir að hafa búið í Sigvaldahúsi í Reykjavík mjög lengi. Hún vildi fara frá því þunga útliti sem fylgdi því húsi í eitthvað nútímalegra en þó halda ákveðnum Sigvalda-anda. Því var alveg ljóst að vísanir í Sigvaldalitina, bláan, gráan og gulan, yrðu grunnurinn, en ofan á það yrði lagt nútímaútlit með mjög góðu geymsluplássi. Eina séróskin hennar var í raun bara tvöfaldur ísskápur,“ segir Sesselja.

Þegar húsráðandi keypti húsið var hvít sprautulökkuð höldulaus innrétting í húsinu. Sesselja lagði til að þær myndu fara í róttækar breytingar á innréttingunni.

„Þegar ég var búin að skissa upp innréttinguna og kom með þá djörfu hugmynd að fletta inn í hana geómetrísk form og láta sprauta hana í MR. FIX-litnum úr litakortinu mínu var upphafspunkturinn fundinn. Allt annað fylgdi í kjölfarið,“ segir Sesselja og er þá að vísa í litakort Slippfélagsins, en öll málning í húsinu kemur þaðan.

„Við rifum niður eyjuna en endurbyggðum hana í öðru formi á sama stað. Í hana var bætt við fataskáp, sem og stórum búrskáp og háum grunnum glasaskáp. Allt var þetta að sjálfsögðu staðsett þannig að verklínurnar í eldhúsinu væru sem stystar.“

Á þessum tímapunkti þurfti að huga að stigahandriðinu.

„Ég vildi fá gróflegt efni sem myndi virka frekar sem skilrúm en handrið með vísun í form frá Sigvaldatímanum. Þar sem svo gróft efni var notað var mikilvægt fyrir mig að járnið væri létt ásýndar og engar væru sjáanlegar festingar. Ég létti enn frekar ásýndina með því að hafa mismunandi þykkt og breidd á stöngunum. Hann Þór í Suðulist sá um verkið og gerði það mjög vel en ég viðurkenni að hann lyfti aðeins augabrúnunum í áttina til mín þegar ég var í ham að útskýra hvað ég vildi fá. Ég valdi síðan fallegt mjúkt stigateppi til að vega á móti kalda efninu í handriðinu,“ segir hún. Þegar Sesselja hóf verkefnið vissi hún hvaða húsgögn voru til á heimilinu og gætti þess vel að þau pössuðu vel við breytingarnar á húsnæðinu.

„Í raun fór þetta verkefni mjög vel fram, þó að einhverjar hindranir væru í þróun formsins í innréttingunni, því allt þurfti þetta að passa, stærð innréttinga, formin sem og innfelldu höldurnar en það leystist auðvitað á endanum. Ég réði líka góðan verkefnastjóra, hann Haffa hjá HH Trésmiðju, sem er óskaplega mikilvægt í verkefni sem þessi. Ég hef alltaf lagt áherslu á að hafa gott fólk í kringum mig, Fix-teymið og þá bæði á skrifstofunni minni sem og á verkstað. Án Fix-teymisins værum við ekki búin að stækka í þetta flotta batterí sem við erum á leiðinni að verða.“

Sesselja er önnum kafin, en hún er að vinna nokkur stór verkefni. Til dæmis fyrir Rekstrarvörur og Veitur, þar sem hún er að teikna skrifstofur og vinnurými fyrir bæði fyrirtækin.

„Ég er einnig með tvö hús í gangi þar sem heildarhönnun er í gangi – sem svipar kannski dálitið til þessa ævintýraverkefnis á Álftanesi. Svo eru nokkur eldhúsverkefni og baðherbergi einnig í gangi. Svo mætti ég nú ekki gleyma að nefna að ég er einnig að sjá um heildarútlit og fagstjórn yfir stóru heimilissýningunni Amazing Home Show, sem er núna í enda maí ásamt Vista Expo. Það er líka mjög spennandi verkefni og þar á meðal er ég að aðstoða söngfuglana Frikka Dór og Þórunni Antoníu að hanna sitt draumaherbergi á sýningunni. Mjög mikið stuð þar,“ segir hún.

Mikið er lagt í innréttinguna en hún er úr MDF ...
Mikið er lagt í innréttinguna en hún er úr MDF efni og fræsað er upp úr til að búa til munstur. Það þurfti að vanda til verks til þess að munstrið myndi allt passa saman. mbl.is/Kristinn Magnússon
Blátt mætir bláu.
Blátt mætir bláu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Innréttingin er ákaflega vönduð.
Innréttingin er ákaflega vönduð. mbl.is/Kristinn Magnússon
Heimilið er bjart og fallegt. Hér má sjá Montana hillur ...
Heimilið er bjart og fallegt. Hér má sjá Montana hillur og gráar fallegar gardínur. mbl.is/Kristinn Magnússon
Eldhúsið er fallegt.
Eldhúsið er fallegt. mbl.is/Kristinn Magnússon
Brauðbretti og blá ská frá Iittala.
Brauðbretti og blá ská frá Iittala. mbl.is/Kristinn Magnússon
Stigahandriðið er sérsmíðað. Hér má sjá húsgögn eftir fræga hönnuði ...
Stigahandriðið er sérsmíðað. Hér má sjá húsgögn eftir fræga hönnuði eins og Finn Juhl, Noguchi og svo prýðir Arco lampinn umhverfið. mbl.is/Kristinn Magnússon
Horft upp stigann.
Horft upp stigann. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sesselja Thorberg hannaði húsið að innan. Hún rekur fyrirtækið Fröken ...
Sesselja Thorberg hannaði húsið að innan. Hún rekur fyrirtækið Fröken Fix. Ljósmynd/Saga Sig
Svona leit eldhúsið út fyrir breytingar.
Svona leit eldhúsið út fyrir breytingar.
Úr eldhúsinu er hægt að labba út á pall.
Úr eldhúsinu er hægt að labba út á pall.

Sindri og Sigrún í huggulegu kaffiboði

19:50 Sindri Sindrason og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir létu sig ekki vanta þegar Nespresso bauð í kaffiveislu á Hilton Nordica. Boðið var upp á hvern fína kaffidrykkinn á fætur öðrum áður en glæsilegur matur var borinn á borð. Meira »

Jón Gunnar og Fjóla selja íbúðina

16:50 Jón Gunnar Geirdal og Fjóla Katrín Steinsdóttir hafa sett íbúð sína við Rjúpnasali á sölu. Smartland fylgdist með því á sínum tíma þegar Arnar Gauti tók svefnherbergi þeirra í gegn. Meira »

Breyttu um stíl og lituðu hárið ljóst

13:54 Það getur gert heilmikið fyrir fólk að lita á sér hárið. Stjörnur á borð við Slelenu Gomez, Rihönnu og Kim Kardashian hafa allar einhvern tímann litað hárið ljóst. Meira »

Glæsilegt konukvöld Pennans

09:54 Það var vel mætt í verslun Pennans í gær þegar konukvöld var haldið í versluninni. Sigga Kling og Sólrún Diego krydduðu boðið. Meira »

10 atriði sem hamingjusöm pör gera

08:00 Stundum fer það eftir því hvernig við högum okkur í ástarsamböndum hvernig rætist úr sambandinu. Ákveðin atriði einkenna fólk sem er í hamingjusömu sambandi. Meira »

Innlit í indverskan draum

Í gær, 23:59 Á Indlandi standa mörg glæsihýsi, hér er litið inn í glæsilegt hús á Indlandi með svefnherbergi sem hæfir Elísabetu Enlandsdrottningu. Meira »

Í mótlæti lífsins átt þú alltaf val!

í gær „Ég mun aldrei gleyma viðhorfum móður minnar frá því hún greindist með krabbamein þar til hún lést. 9 mánaða tímabil. Ég var á lokaári í háskólanámi og áfallið hennar var mér líka áfall. Ég varð að standa mína plikt og gerði það sem ég kunni. Verð að viðurkenna að ég setti tilfinningarnar og sársauka í frystikistuna. Hvort sem það var rétt eða rangt á þeim tíma. Ábyggilega rangt. Verið að vinna úr þeim sl. 2 ár!“ Meira »

Gifti sig í strigaskóm

Í gær, 21:00 Tennisstjarnan Serena Williams er vön því að vera í strigaskóm. Þökk sé síðum brúðarkjól sást ekki í strigaskóna sem hún var í þegar hún gekk upp að altarinu. Meira »

Köld sturta leynivopn Miröndu Kerr

í gær Ofurfyrirsætan Miranda Kerr er mikill fegurðarsérfræðingur. Aðferð hennar til þess að líða vel og auka orkuna er síður en svo dýr. Meira »

Íslensk kona er ósátt eftir lýtaaðgerð

í gær „Ég fór í dýra augnloka aðgerð hjá lýtalækni fyrir tveimur árum, sem í stuttu máli lagði líf mitt í rúst. Til stóð að fjarlægja slappa og þreytulega húð, bæði yfir og undir augunum. Eftir þá aðgerð sit ég uppi með MJÖG áberandi og ljót ör - skurðirnir eru mjög sýnilegir undir augunum og allt svæðið umhverfis augun er eldrautt - langt út á gagnaugu.“ Meira »

Byggði sitt eigið hús út frá Pinterest

í gær Diane Keaton kann ekki bara að leika heldur líka að hanna. Keaton er mikil áhugamanneskja um hús og hönnun og notaði hún Pinterest við hönnun á nýja húsinu sínu. Meira »

Kanill hjálpar í baráttunni við aukakílóin

í gær Kanill á morgumatnum, kanill í kökur, kanill í kaffið. Allt er þetta jákvætt enda hraðar kryddið efnaskiptunum í mannslíkamanum. Meira »

10 atriði sem drepa kynhvötina

í fyrradag Ef það er lítið að frétta í kynlífinu gæti það verið vegna þess að kynhvötin er ekki eins mikil og hún er vön að vera. Ýmsar ástæður geta minnkað kynhvötina. Meira »

Klæðist Goat eftir að kúlan fór að stækka

22.11. Katrín hertogaynja hefur sést í bæði nýjum og gömlum fötum frá breska fatamerkinu Goat eftir að óléttukúlan fór að vekja athygli. Fatamerkið er þó ekki sérstakt meðgöngumerki. Meira »

Skvísurnar fjölmenntu í hreingerningarteiti

22.11. Það var fullt út úr dyrum á Hverfisbarnum þegar Sólrún Diego fagnaði útkomu bókar sinnar. Í bókinni er að finna bestu hreingerningarráð allra tíma. Meira »

Fimm atriði sem einkenna heimili sem heilla

22.11. Það tekur gesti aðeins hálfa mínútu að mynda sér skoðun á heimili. Það skiptir því máli að það fyrsta sem tekur á móti fólki sé til fyrirmyndar. Meira »

Urðu ástfangin á netinu

22.11. Íris Björk Óskarsdóttir-Veil kynntist eiginmanni sínum, Bandaríkjamanninum Joel Vail, á netinu. Tæp tvö ár eru síðan þau kynntust en þau giftu sig í haust þegar Íris Björk flutti til Bandaríkjanna. Meira »

Makinn er fastur í kláminu

22.11. „Hjónabandið er í molum, makinn er á klámsíðum um allan heim og spjallar við konur á einkaskilaboðum og á Facebook. Hann lofar og lofar að láta af þessu en bætir frekar í en að minnka og er fráhrindandi við mig,“ segir íslensk kona. Meira »

Fólk sem skreytir snemma er hamingjusamara

22.11. Sífellt fleiri skreyta snemma. Þeir sem eru enn með jólaseríurnar ofan í geymslu ættu að henda þeim upp enda fólk sem skreytir snemma hamingjusamara en aðrir. Meira »

Heldur fram hjá með sínum fyrrverandi

21.11. „Kynlífið er hins vegar ömurlegt. Ég vil láta stjórna mér en ég þarf alltaf að stíga fyrsta skrefið. Ég þarf alltaf að byrja kynlífið og stjórna hraðanum og koma með hugmyndir.“ Meira »