Guðmundur í Brimi keypti höllina af Ólöfu

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. mbl.is/Styrmir Kári

Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður í Brimi, festi kaup á húsi Ólafar Pálsdóttur myndhöggvara, Nesvegi 101. Félagið Fiskitangi ehf. er skráð fyrir húsinu en það félag er í eigu Guðmundar. 

Húseignin sjálf er 354 fm að stærð og er fasteignamat hússins rúmlega 92 milljónir. Húsið er afar sérstakt og fallegt en það teiknaði Sigurður Guðmundsson arkitekt og var það byggt 1927. 

Sjálfur er Guðmundur með lögheimili í húsinu á ská við hliðina á, eða Nesvegi 107. Það hús hefur verið reglulega í fréttum því bæði þykir það vera vel heppnað hvað varðar arkitektúr og svo er það býsna stórt fyrir venjulega fjölskyldu eða tæplega 600 fm. Húsið sem oftast er kallað Marbakki stendur við sjávarlóð og er útsýni úr húsinu guðdómlegt svo látlaust orðalag sé notað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál