Unnur Ösp og Björn Thors selja í 101

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Ein fallegasta íbúð landsins er komin á sölu. Um er að ræða hæð Unnar Aspar Stefánsdóttur og Björns Thors. Stækkandi fjölskylda kallar á öðruvísi húsnæði en hjónin eignuðust tvíbura á þessu ári en fyrir áttu þau tvö börn. 

Hæð Unnar Aspar og Björns stendur við eina fallegustu götu Reykjavíkur. Hvítir stíflakkaðir gólflistar, gluggalistar og loftlistar setja svip á íbúðina. Eldhúsið er með hvítri sprautulakkaðri innréttingu og er það í herbergi við hliðina á stofunni. Á íbúðinni er parket með fiskibeinamunstri og er íbúðin máluð í mildum og fallegum litum. 

Heimilið sjálft er smekklega innréttað á látlausan og vandaðan hátt eins og sést á myndunum. Svo má ekki gleyma því að í húsinu eru tvær aðrar íbúðir og hefur sú sem hér skrifar heimildir fyrir því að varla sé hægt að eignast betri nágranna. 

Af fasteignavef mbl.is: Marargata 4

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál