Fagurkerinn Sara Dögg

Sara Dögg Guðjónsdóttir.
Sara Dögg Guðjónsdóttir. Ljósmynd/Hildur Erla Gísladóttir

Innanhússhönnuðurinn Sara Dögg Guðjónsdóttir er mikil smekkkona sem kann þá list að gera fallegt í kringum sig. Hún segist forfallinn skó- og kápusjúklingur en gengur þó sjaldan með skartgripi. Sara Dögg sat fyrir svörum. 

Hvað gerir þú til að verðlauna þig?

„Skó- eða kápukaup verða oftast fyrir valinu ef ég vil gera vel við mig. Ég á ekki erfitt með að finna ástæðu til að verðlauna mig; alltaf næ ég að réttlæta neysluhyggjuna í sjálfri mér.“

Hvaða snyrtivöru gætir þú ekki verið án?

„Pro Longwear-hyljarinn frá Mac og Sensai-augabrúnablýanturinn bjarga mér hvað mest.“

Hvað er það síðasta sem þú keyptir og elskaðir?

„Heppnin var svo sannarlega með mér þegar ég rambaði inn á útsölu Epal á dögunum og við blasti gyllt hliðarborð frá HAY sem var greinilega ætlað mér. Það prýðir svo sannarlega heimilið.“

Áttu eftirlætis skartgrip eða 

„Ég geng örsjaldan með skartgripi á mér, en Henry London-úrið mitt fær ávallt að fylgja mér. Fylgihlutur í uppáhaldi er Zara City Bag sem var búin að vera á óskalistanum lengi, lengi. Fann hana svo loksins í Barcelona.“

Hvaða smáforrit notar þú mest?

„Instagram hefur vinninginn. Það er mjög auðvelt að gleyma sér þar.“

Hvaða veitingastaður er í uppáhaldi?

„Slippurinn og GOTT í Vestmannaeyjum. Sæta svínið stendur upp úr hérna í bænum.“

Áttu þér uppáhalds listaverk eða húsgagn?

„Borðstofuborðið mitt frá VIGT, formfegurð upp á sitt besta. Svo er grái marmarinn á eyjunni minni lifandi listaverk sem ég get ekki hætt að dást að.“

Hver er eftirlætisborgin þín?

„Ég bjó í Flórens í tvö ár, hún verður alltaf í fyrsta sæti. Ég heimsótti svo Barcelona á þessu ári og varð heldur betur ekki fyrir vonbrigðum.“

Hver er besti minjagripur sem þú hefur tekið með þér heim úr ferðalagi?

„Marokkósk pulla fékk pláss í ferðatöskunni eftir yndislega viku í Marrakesh.“

Er eitthvað á óskalistanum?

„Ljós frá 101 Copenhagen sem kemur til landsins í október í Norr 11 lofar ansi góðu. Það er allavega komið efst á listann minn eins og er.“

Hvað gerir hús að heimili?

„Persónulegir munir og heildarhugmyndin sem endurspeglar húseigandann.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál