Glænýtt 37,9 milljóna raðhús

Dreymir þig um raðhús á einni hæð sem kostar jafn mikið eða minna en íbúð í fjölbýli í úthverfi Reykjavíkur? Ef svo er skaltu halda áfram að lesa. Um er að ræða fallegt raðhús á einni hæð sem stendur við Lerkidal í Reykjanesbæ. Húsið er fallegt og stílhreint að utan með viðhaldsfrírri utanhússklæðningu. Í húsinu eru timburgluggar og er hellulagt fyrir framan húsið. 

Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um að ungt fólk hafi enga möguleika á að komast af leigumarkaði eða festa kaup á sinni fyrstu eign, hvað þá í sérbýli sökum þess hvað fasteignaverð er hátt. Nú er mögulega breyting þar á.

Byggingafélagið Stöngull eru að klára byggingu á 3ja og 4ja herbergja raðhúsum við Lerkidal í Reykjanesbæ á verðum sem gefur fólki raunhæft tækifæri til að eignast fallegt sérbýli á stórhöfuðborgarsvæðinu.

Smekkleg hönnun og vandaður frágangur á húsunum. Sem dæmi má nefna viðhaldsfría utanhússklæðningu og timburglugga. Hellulagt er fyrir framan húsið og fallegur pallur og frágengin lóð.

Þegar inn í húsið er komið tekur við fallegt skipulag. Jónína Þóra Einarsdóttir innanhússarkitekt hannaði húsið að innan en innréttingarnar eru sérsmíðaðar. Þær eru bæði hvítar sprautulakkaðar og úr hnotu frá Parka. Í eldhúsinnréttingunni er innbyggður ísskapur, bakaraofn, keramikhelluborð, innbyggð uppþvottavél og háfur með kolasíu. Öll heimilistæki koma frá Siemens. 

Í stofu, borðstofu og herbergjum er huggulegt parket á gólfum og fataherbergi í hjónaherbergi. 

Þegar inn í húsið er komið tekur við fallegt skipulag. Jónína Þóra Einarsdóttir innanhússarkitekt hannaði húsið að innan en innréttingarnar eru sérsmíðaðar. Þær eru bæði hvítar sprautulakkaðar og úr hnotu og koma frá Parka. Í eldhúsinnréttingunni er innbyggður ísskapur, bakaraofn, keramik helluborð, innbyggð uppþvottavél og háfur með kolasíu. Öll heimilistæki koma frá Siemens. 

Í stofu, borðstofu og herbergjum er huggulegt parket á gólfum. 

Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með fallegum gráum flísum. Falleg innrétting prýðir baðherbergið en inni á baði er gert ráð fyrir fyrir þvottavél og þurrkara. HÉR er hægt að skoða húsið nánar. 

Einnig er hægt að fá raðhúsið fjögurra herbergja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál