Hinn fullkomni hurðarkrans

Hurðakransinn er glæsilegur.
Hurðakransinn er glæsilegur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það skapar alltaf mikla jólastemningu að setja hurðarkrans á útihurðina í desember. Eva Sólveig Þórarinsdóttir, stílisti í Garðheimum, kennir lesendum réttu trixin þegar kemur að hurðarkrönsum.

Þetta þarftu í kransinn

• basthringur 30 cm

• kransaplast, 1 rúlla

• vírrúlla

• flatmosi 1 poki

• blandað greni, 2-3 búnt t.d. buxus, thuja nopsis og Norðmannsþinur.

• eucalyptus, 2 greinar

• birkigreinar, 2 stk.

• 4 búnt af jólakúlum

• rómanálar, 1 poki

• vírklippur og greinaklippur

• seríur eða kerti eftir óskum.

Skref 1

• Byrjið á að festa endann á plastinu við basthringinn með rómanál og vefjið þar til kransinn er allur hulinn plasti. Festið lausa endann með annarri rómanál.

• Leggið flatmosa ofan á hringinn og vefjið hann fastan með vírnum.

Skref 2

• Klippið greinar niður í 10-15 cm búta.

• Búið til búnt með um það bil einni grein af hverri tegund og leggið fallega á kransinn. Vefjið fast með vírnum.

• Endurtakið þangað til búið er að þekja allan hringinn. Passið að næsta búnt af greinum feli allan vír.

Skref 3

• Stingið kúlum hér og hvar og festið með rómanálum.

• Ef nota skal seríu er hún fest á þessu stigi og gott að stjaka hana af með rómanálum.

• Þessi krans er mjög fallegur bæði til að setja á bakka með kertum og hafa inni í stofu, eða til að hengja á hurð. Ef það á að nota hann sem hurðarkrans er sniðugt að festa batterísboxið aftan á með rómanál og jafnvel setja strigabúnt eða slaufu eftir smekk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál