Bérnaise-sósa fyrir letihauga

Bérnaise-sósa fyrir letihauga.
Bérnaise-sósa fyrir letihauga.

Þú veist að þú ert komin/n í fullorðinna manna tölu þegar þú ert búin/n að læra að gera bérnaise-sósu frá grunni. Allir alvöru letihaugar nota hrærivél til að þeyta sósuna saman. Það er líka allt í lagi, þetta er gert svona á fínustu veitingastöðum og ekki kvartar fólk yfir því. Með hrærivél að að vopni og nóg af sjálfstrausti er þetta leikur einn. Ef þú ætlar að hafa bérnaise-sósu með jólasteikinni skaltu samt æfa þig áður en jólin koma. Bara svo þú verðir örugglega krýnd eða krýndur meistari jólaanna.

Bérnaise-sósa fyrir letihauga
4 eggjarauður

400 g bráðið smjör

1-2 msk. bérnaise-kraftur

1 msk. ferskt fáfnisgras (estragon)

1 tsk. lífrænn kjötkraftur

salt og pipar eftir smekk

Setjið vatn í pott og sjóðið svo það sé tilbúið þegar sósan er hituð yfir vatnsbaði.

Svo skulið þið setja eggjarauðurnar í hrærivélarskál og þeyta mjög vel. Gætið þess að hafa hlýtt í eldhúsinu og alls ekki gera þetta með opinn glugga. Þeytið eggjarauðurnar þangað til þær eru orðnar léttar og ljósar.

Hellið smjöri saman við og gerið það varlega. Hafið hrærivélina í gangi á meðan þetta er gert og þeytið mjög vel saman.

Bætið bérnaise-kraft út í sósuna, fáfnisgrasi, kjötkrafti og saltið og piprið eftir smekk.

Þegar sósan er klár er hún sett yfir vatnsbaðið og hrært í henni þangað til hún er borin fram. Hugsið vel um sósuna meðan á þessu stendur svo hún skilji sig ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál