Lakkrís-bollakökur

Girnileg bollakaka með lakkrís.
Girnileg bollakaka með lakkrís. Ljósmynd/Eldhússystur

Er hægt að hugsa sér eitthvað mikið girnilegra en bollakökur með lakkrís? Þessar eru án efa eitthvað sem þú ættir að prófa um páskana. Þessi uppskrift kemur frá Eldhússystrunum Tótu og Stínu. 

Uppskriftin gefur 12 stykki

3 egg
2,5 dl sykur
1 msk lakkrísduft
100 g smjör
1 dl mjólk
2 tsk lyftiduft
3,5 dl hveiti

Krem
50 gr smjör, við stofuhita
3,5 dl flórsykur
1 tsk vanillusykur
1 msk lakkrísduft
100 gr rjómaostur


Stillið ofninn á 175 gráður.

Þeytið egg, sykur og lakkrísduft þar til þetta verður létt og ljóst.

Bræðið smjörið og blandið saman við mjólkina. Hrærið saman við eggjablönduna.

Blandið saman hveitinu og lyftiduftinu, og sigtið yfir eggjablönduna. Blandið varlega saman.

Setjið í u.þ.b. 12 muffinsform. Bakið í 15 – 16 mínútur. Látið kólna áður en kremið er sett á.

Krem: Hrærið öllum hráefnunum í kremið saman þar til kremið er slétt og fínt. Setjið kremið á kökurnar þegar þær eru orðnar alveg kaldar, gjarnan með sprautupoka.

Nammi namm ...
Nammi namm ... Ljósmynd/Eldhússystur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert