Lambalæri í hvítlauksbaði

Lamb með mikið af hvítlauk, smjöri, rauðvíni og gulrótum.
Lamb með mikið af hvítlauk, smjöri, rauðvíni og gulrótum. Ljósmynd/Ragnar Freyr

Það er erfitt að hætta að borða eftir allt átið um páskana og því tilvalið að leggja drög að því hvað við ætlum að borða á sumardaginn fyrsta eða næsta sunnudag. Ragnar Freyr Ingvarsson, læknirinn í eldhúsinu, er hér með ógurlega girnilegt lamb sem framkallar vatn í munninn. HÉR er hægt að lesa bloggið hans og gleyma stund og stað yfir dásamlegum mat. 

1 lambalæri

1 dós ansjósur í olíu (12 flök)

2 greinar rósmarín

6 stór hvítlauksrif

6 msk smjör

Salt og pipar

500 ml rauðvín 

2 gulrætur

2 sellerístilkar

1 gulur laukur

1 heill hvítlaukur

Safi úr einni sítrónu

Steinselja til skreytingar

<a href="http://1.bp.blogspot.com/-7Xb-DySOCjw/U1FXX-RYciI/AAAAAAAAKuk/gKXiN540OSo/s1600/DSC_0016.JPG"><img border="0" height="426" src="https://images-blogger-opensocial.googleusercontent.com/gadgets/proxy?url=http%3A%2F%2F1.bp.blogspot.com%2F-7Xb-DySOCjw%2FU1FXX-RYciI%2FAAAAAAAAKuk%2FgKXiN540OSo%2Fs1600%2FDSC_0016.JPG&amp;container=blogger&amp;gadget=a&amp;rewriteMime=image%2F*" width="640"/></a>

Byrjið á því að stinga litlum og þunnum hníf u.þ.b. 2 1/2 cm inn í lærið á nokkrum stöðum (svona 12 stöðum). Skerið hvítlauksrifin í helminga og troðið inn í götin ásamt hálfu ansjósuflaki og tveimur laufum af rósmaríni.  

<a href="http://2.bp.blogspot.com/-Bvcqul1ZPUQ/U1FXXx5V9NI/AAAAAAAAKuo/NnQyb0fz2xg/s1600/DSC_0026.JPG"><img border="0" height="425" src="https://images-blogger-opensocial.googleusercontent.com/gadgets/proxy?url=http%3A%2F%2F2.bp.blogspot.com%2F-Bvcqul1ZPUQ%2FU1FXXx5V9NI%2FAAAAAAAAKuo%2FNnQyb0fz2xg%2Fs1600%2FDSC_0026.JPG&amp;container=blogger&amp;gadget=a&amp;rewriteMime=image%2F*" width="640"/></a>

Blandið afganginum af ansjósunum og rósmaríninu við smjörið í matvinnsluvél og smyrjið yfir allt lærið. Piprið ríkulega - ekki er þörf á að salta þar sem ansjósurnar eru saltar. Setjið lærið í ofnskúffu ofan á beð af rótargrænmeti, kreistið úr sítrónunni yfir það og látið hana í skúffina.  

<a href="http://4.bp.blogspot.com/-jIYaty7voW8/U1FXYytSeyI/AAAAAAAAKvA/V3tRT61oQYE/s1600/DSC_0036.JPG"><img border="0" height="426" src="https://images-blogger-opensocial.googleusercontent.com/gadgets/proxy?url=http%3A%2F%2F4.bp.blogspot.com%2F-jIYaty7voW8%2FU1FXYytSeyI%2FAAAAAAAAKvA%2FV3tRT61oQYE%2Fs1600%2FDSC_0036.JPG&amp;container=blogger&amp;gadget=a&amp;rewriteMime=image%2F*" width="640"/></a>

Hellið víninu í ofnskúffuna. Setjið lærið inn í 220 gráðu heitan, forhitaðan ofn og bakið í 20 mínútur. Lækkið þá hitann í 180 gráður og bakið þar til kjarnhitinn er kominn í 60 gráður.  

<a href="http://4.bp.blogspot.com/-Sk1ncjvYJ10/U1FXZDvxRgI/AAAAAAAAKu4/HuTdcv7V4bY/s1600/DSC_0066.JPG"><img border="0" height="426" src="https://images-blogger-opensocial.googleusercontent.com/gadgets/proxy?url=http%3A%2F%2F4.bp.blogspot.com%2F-Sk1ncjvYJ10%2FU1FXZDvxRgI%2FAAAAAAAAKu4%2FHuTdcv7V4bY%2Fs1600%2FDSC_0066.JPG&amp;container=blogger&amp;gadget=a&amp;rewriteMime=image%2F*" width="640"/></a>

 Þegar lærið er tilbúið færið þið það yfir á fat og skreytið með steinseljunni. 

Sósan er einföld. Hellið vökvanum af lærinu í pott í gegnum sigti og hitið. Smakkið til með salti og pipar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert