Kartöflusalat með dilli og púrrulauk

Dill gefur þessu kartöflusalati bragðið og það hentar mjög vel með t.d. grilluðum fiski og grilluðum kjúkling.

  • 1 kg kartöflur
  • 1 dós sýrður rjómi (18%)
  • 1 dl heimagert majonnes
  • 3 msk grófkorna sinnep
  • 1 msk vínedik
  • 1 vænt búnt dill
  • 1/2 púrrulaukur
  • 1 lítill rauðlaukur
  • salt og pipar

Byrjið á því að sjóða kartöflurnar. Leyfið þeim að kólna og skerið síðan niður í bita. Best er að nota nýjar kartöflur og þær þarf auðvitað ekki að skræla.

Pískið saman í skál sýrðan rjóma, majonnes, sinnep og vínedik. Við mælum með því að nota heimagert majonnes. Það er svo miklu betra og tekur bara örfáar mínútur að búa til. Uppskrift er hér.

Fínsaxið dill. Fínsaxið rauðlaukinn. Skerið grænu blöðin af púrrulauknum og hendið. Sneiðið ljósa hlutann niður og skerið smátt.

Blandið dilli, rauðlauk, púrru og kartöflum saman við sýrða rjómann/majonnesið. Bragðið til með salti og pipar.

Best er að geyma í ísskáp í 1-2 tíma áður en salatið er borið fram.

Þið getið svo skoðað tugi uppskrifta til viðbótar að mismunandi útgáfum af kartöflusalati hér.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert