Tvær leiðir til að nota meinholl chia-fræ

Chia-fræ eru meinholl
Chia-fræ eru meinholl

Chia fræ eru sannkölluð ofurfæða og hafa ótal jákvæða eiginleika. Þau eru mettandi og holl og þau er hægt að nota á fjölbreytta vegu.

Hér fyrir neðan eru tvær skemmtilegar leiðir til að nota  chia-fræin sem eru stútfull af próteini, Omega 3 fitusýrum og trefjum.

1. Súkkulaði chia-búðingur

  • Helltu einni dós af kókosrjóma í blandara ásamt ¼ bolla af chia-fræum, ¼ bolla af hlynsírópi og ½ bolla kakódufti.
  • Blandaðu öllu saman í um 10 mínútur eða þar til chia-fræin hafa bólgnað út.
  • Helltu blöndunni í fallega bolla þegar áferðin er orðin falleg og láttu standa í um fjórar klukkustundir.
  • Toppaðu búðinginn með ferskum kirsuberjum.

2. Rifsberja og sítrónu chia-drykkur

Helltu eftirfarandi í könnu:

  • Tveir bollar af kókosvatni
  • Safi úr hálfri sítrónu
  • ¾ bolli af rifsberjum
  • Tvær teskeiðar kókossykur
  • Þrjár matskeiðar chia-fræ
  • Láttu drykkinn standa í um 30 mínútur áður en þú berð hann fram.

Heimild: Mind Body Green

Súkkulaði chia-búðingur er hollur og bragðgóður.
Súkkulaði chia-búðingur er hollur og bragðgóður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert