Kræsileg pítsa með camembert-osti

Þessi girnilega baka hentar vel á kvöldverðarborðið um helgar.
Þessi girnilega baka hentar vel á kvöldverðarborðið um helgar. kristingroa.com

Bloggarinn Kristín Gróa hefur gaman af því að prófa sig áfram í eldhúsinu. Á blogginu hennar, Lúxusgrísirnir, er að finna ótal girnilegar uppskriftir.

Hérna kemur ein einföld en hrikalega girnileg uppskrift af flatböku sem myndi henta vel í kvöldmatinn um helgina.  Þessi er alvöru!

Flatbaka með hvítlaukssveppum og skinku
Fyrir 3-4

3 msk. smjör
200 g sveppir (til dæmis portobello), skornir í sneiðar
1 hvítlauksrif, smátt saxað
1 lengja smjördeig
5 msk. pestó með tómat og ricotta
90 g lúxusskinka (3 stórar sneiðar)
75 g camembert-ostur, rifinn í bita (1/2 stk.)
svartur pipar

Hitið ofninn í 200°C.

Hitið pönnu vel, setjið smjörið út á og leyfið því að bráðna. Setjið sveppina á pönnuna og steikið þar til þeir eru orðnir brúnir. Bætið þá hvítlauknum saman við og steikið allt saman þar til hvítlaukurinn er orðinn mjúkur. Setjið til hliðar.

Rúllið smjördeiginu út og setjið það á bökunarplötu. Smyrjið pestóinu jafnt yfir smjördeigið en skiljið u.þ.b. 1-2 cm kant eftir.  Leggið skinkusneiðarnar ofan á pestóið, þar næst camembert- ostinn og að lokum hvítlaukssveppina. Myljið pipar yfir og bakið í ofni í 10-15 mínútur eða þar til smjördeigið er farið að lyfta sér og er orðið gyllt.

Kristín Gróa notar pestó á bökuna sína.
Kristín Gróa notar pestó á bökuna sína. kristingroa.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert