Girnilegt rauðrófu-pestó

Pestóið er vægast sagt fallegt á litinn.
Pestóið er vægast sagt fallegt á litinn. deliciouseveryday.com

Rauðrófur eru meinhollar en þær innihalda til dæmis ríkulegt magn af járni og andoxunarefnum. Hérna kemur uppskrift að gómsætu pestói þar sem rauðrófan er í aðalhlutverki.

Hráefni:

  • 2 stórar rauðrófur
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 1/3 bolli jógúrt
  • 1 kúffull teskeið cuminfræ
  • 1 teskeið kóríanderfræ
  • 1 matskeið kanill
  • safi úr hálfri sítrónu
  • salt og pipar
  • ólívuolía
  • nokkrar pistasíuhnetur, muldar

Aðferð:

Forhitaðu ofninn í 180°. Vefðu hverri rauðrófu inn í álpappír ásamt teskeið af vatni. Leggðu rauðrófurnar á bökunarplötu og bakaðu í um 40-60 mínútur eða þar til þær er orðnar mjúkar. Vefðu hvítlauknum inn í álpappír og láttu hann bakast með rauðrófunum í seinustu 10 mínúturnar. Láttu rauðrófuna kólna áður en þú fjarlægir hýðið.

Hitaðu cumin- og kóríanderfræ á lágum hita á pönnu þar til þau fara að ilma. Myldu svo fræin í mortéli.

Saxaðu rauðrófurnar í stóra bita og settu þær svo í matvinnsluvél ásamt hvítlauknum og öllu hinu hráefninu fyrir utan pistasíuhneturnar og ólívuolíuna. Blandaðu öllu vel saman. Berðu fram með slettu af ólívuolíu og muldum pistasíuhnetum.

Þetta pestó bragðast einstaklega vel með hrökkbrauði.

Heimild: DeliciousEveryday.com

Pistasíuhneturnar gefa gæfumun.
Pistasíuhneturnar gefa gæfumun. deliciouseveryday.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert