Dásamlega mjúk Penuche-kaka

Þetta er afar girnilega kaka.
Þetta er afar girnilega kaka. Ljósmynd/ tastesbetterfromscratch.com/

Það er tilvalið að skella í þessa dásamlegu Penuchi-köku á sunnudögum. Kakan er mjúk, sæt og smjörkennd og mun því eflaust slá í gegn hjá öllum sælkerum. Kakan bragðast vel með kaffinu og auðvitað ísnum.

Uppskriftin girnilega kemur af vefsíðunni TastesBetterFromScratch.

Innihald

Kakan:

½ bolli smjör + ein matskeið

2 bollar púðursykur

2 þeytt egg

1 ½ bolli hveiti

2 teskeiðar lyftiduft

½ teskeið salt

1 teskeið vanilludropar

Kremið:

½ bolli smjör

1 bolli púðursykur

¼ bolli mjólk

2 bollar flórsykur

Aðferð

Kakan:

  1. Forhitaðu ofninn í 180°C.
  2. Bræddu smjörið á pönnu og bættu púðursykri út í. Hrærðu þar til sykurinn og smjörið er bráðið. Láttu malla í um eina mínútu.
  3. Taktu pönnuna af hellunni og láttu blönduna kólna en passaðu að láta hana ekki storkna alveg. Hrærðu eggjunum, hveitinu, lyftiduftinu, saltinu og vanillunni út í. Hrærðu vel í deiginu og helltu því svo í stórt smurt kökuform. Bakaðu í 30 mínútur.
  4. Á meðan kakan bakast er hægt að útbúa kremið.

Kremið:

  1. Bræddu smjörið í potti á lágum hita. Bættu púðursykrinum saman við og hrærðu þar til sykurinn er bráðinn. Láttu þessa blöndu sjóða í tvær mínútur.
  2. Taktu pottinn af hellunni og bættu mjólkinni út í. Hrærðu vel og settu pottinn aftur á heita helluna og láttu malla í hálfa mínútu. Taktu þá pottinn aftur af hellunni og láttu blönduna kólna í nokkrar sekúndur áður en flórsykrinum er bætt út í.
  3. Þá er kremið tilbúið og núna má smyrja því yfir kökuna og hafa hana í ísskápnum
  4. í 30 mínútur. Að lokum er kakan skorin í hæfilega bita.
Í Penuche-köku er púðursykurinn áberandi.
Í Penuche-köku er púðursykurinn áberandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert