Heitt rauðrófusalat með valhnetum

Þetta heita salat er seðjandi og bragðgott.
Þetta heita salat er seðjandi og bragðgott. Ljósmynd/ www.womenshealthandfitness.com.au/

Þetta heita salat er einfalt og fljótlegt að gera en það er einstaklega bragðgott og saðsamt. Salatið bragðast vel með til dæmis kjúklingi og ofnbökuðum fiski. Fullkomið meðlæti með hollum mat. Uppskriftin kemur af heimasíðunni WomensHealthAndFitness.com.au/.

Heitt salat

  • 1 rauðrófa
  • ½ grasker
  • 1 rauðlaukur
  • 1 sæt kartafla
  • 1 matskeið ólífuolía
  • 1 lúka klettasalat
  • 30 grömm fetaostur
  • 1 matskeið ósaltaðar valhnetur, saxaðar
  • 1 matskeið balsamedik

Aðferð:

  1. Forhitaðu ofninn í 180°. Flysjaðu rauðrófu, grasker, rauðlauk og kartöflu og skerðu í teninga. Settu allt hráefnið á bökunarpappír á bökunarplötu og helltu ólífuolíunni yfir. Bakaðu í um 30 mínútur en snúðu öllu hráefninu við eftir 15 mínútur.
  2. Þegar rótargrænmetið er tilbúið er það tekið út úr ofninum og sett í stóra skál ásamt klettasalati, fetaosti og valhnetum. Helltu þá balsamediki yfir blönduna og hrærðu öllu vel saman.
Rauðrófur eru meinhollar en þær innihalda fullt af andoxunarefnum.
Rauðrófur eru meinhollar en þær innihalda fullt af andoxunarefnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert