Heitt „súkkulaði“ án mjólkurafurða

Þetta heita ,,súkkulaði'' er virkilega girnilegt.
Þetta heita ,,súkkulaði'' er virkilega girnilegt. www.veggieandthebeastfeast.com

Nú þegar desember er genginn í garð er freistandi að fá sér heitt súkkulaði og smákökur. Þessi uppskrift að heitu „súkkulaði“ er einum of girnileg, hún inniheldur ekki súkkulaði heldur kakó og hentar því þeim sem ekki neyta mjólkurafurða. Þessi uppskrift dugar fyrir tvo.

Innihald:

  • 5 matskeiðar reyrsykur
  • 1/4 bolli kakó
  • 2 teskeiðar örvarrót (sterkja notuð í matargerð), má líka nota kornsterkju
  • klípa salt
  • 4 bollar möndlumjólk
  • 1 teskeið vanilludropar

Aðferð:

  1. Hrærðu saman í lítilli skál sykri, kakó, sterkju og salti.
  2. Hitaðu mjólkina og vanilluna í potti.
  3. Bættu svo heitu mjólkinni út í kakóið smátt og smátt, hrærðu vel á milli og komdu þannig í veg fyrir kekki.
  4. Helltu þá kakóinu aftur í pottinn og hitaðu á lágum hita í um fimm mínútur. Taktu svo pottinn af hellunni og láttu kakóið kólna í nokkrar mínútur. Nú ættir þú að vera komin/n með ljúffengt heitt „súkkulaði“.

Uppskriftin kemur af Veggie and the Beast.

Ómótstæðilegt!
Ómótstæðilegt! www.veggieandthebeastfeast.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert