Súrsætur kjúklingur

Súrsætur kjúklingur er sígildur austurlenskur réttur í vestræna eldhúsinu. Þessi aðferð er kínversk að uppruna og þar má finna margar útgáfur af súrsætri sósu. Á Vesturlöndum hefur súrsæta sósan notið mikilla vinsælda og þá oft með djúpsteiktum kjúkling eða rækjum. Þessi uppskrift er hins vegar nær hinum asísku og við erum ekki að djúpsteikja neitt. Það má nota allt beinlaust kjúklingakjöt í réttinn, t.d. læri.

Sósan

  • 1/2 dl sojasósa
  • 1/2 dl hrísgrjóna- eða hvítvínsedik
  • 1/2 dl tómatsósa
  • 1/2 dl púðursykur
  • 1/2 dl Maizena
  • 1 tsk chiliflögur
  • safinn úr ananasdós

Setjið í skál og blandið vel saman.  Það má til dæmis píska saman með gaffli. Geymið.

  • 600 g  kjúklingakjöt, beinlaus læri eða bringur
  • 1 laukur, saxaður
  • 1 rauð paprika, skorin í bita
  • 1 græn paprika, skorin í bita
  • ananas úr dós, skorinn í bita
  • 4-5 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • 2 msk rifinn engifer

Hitið olíu á pönnu og mýkið laukinn og papriku. Bætið kjúklingnum út á og steikið í 3-4 mínútur. Bætið þá ananas, rifnum engifer og pressuðum hvítlauk út á pönnuna og veltið um á pönnunni í 1-2 mínútur.

Hellið sósunni út á og látið malla þar til að hún fer að þykkna ot kjúklingurinn er fulleldaður. Allt að tíu mínútur.

Berið fram með jasmíngrjónum.

Þú getur skoðað fleiri frábæra kínverska kjúklingarétti með því að smella hér. 

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert