Súkkulaðibaka með búrbon-viskíi

www.modernwifestyle.com

Á blogginu Modern Wi­festyle má finna uppskrift að guðdómlegri súkkulaðiböku en það er ljós­mynd­ar­inn og mat­ar­blogg­ar­inn Katrín Björk sem held­ur úti blogg­inu. Bakan er afar girnileg!

Botninn

Hráefni:

3 dl hveiti
3 matskeiðar kakó
1/2 teskeið salt
3 matskeiðar flórsykur
100 g smjör
1 eggjarauða
1/2 teskeið vanilluextrakt

Aðferð:

  1. Blandaðu hveiti, kakói og salti saman í skál og settu til hliðar.
  2. Blandaði smjöri og flórsykri saman í matvinnsluvél.
  3. Bættu eggjarauðu og vanillu saman við blönduna í matvinnsluvélinni og blandaðu í nokkrar sekúndur.
  4. Bættu þurrefnum í matvinnsluvélina og blandaðu í nokkrar sekúndur.
  5. Settu deigið á disk og settu plastfilmu yfir. Láttu deigið kólna í ísskápnum í lágmark eina klukkustund.
  6. Smyrðu kökufat.
  7. Flettu deigið út á milli bökunarpappírsarka. Færðu deigið yfir á kökufatið og pressaðu því í botninn og á kantana. Láttu kólna í ísskáp í um 30 mínútur.
  8. Forhitaðu ofninn í 160°C. Bakaðu þá botninn í 15-20 mínútur

Súkkulaðifylling með búrbon-viskíi

Hráefni:

5 matskeiðar sykur
2 matskeiðar kornsterkja (Corn Starch)
1/2 teskeið salt
2 eggjarauður
3 dl mjólk
100 g dökkt súkkulaði, saxað
1 teskeiðar vanilluextrakt
2 matskeiðar búrbon-viskí

Aðferð:

  1. Settu sykur, kornsterkju og salt á pönnu.
  2. Þeyttu eggjarauður og mjólk saman í skál og helltu blöndunni svo yfir á pönnuna. Hitaðu yfir vægum hita og hrærðu á meðan þar til allt er bráðið saman.
  3. Bættu þá súkkulaðinu saman við ásamt vanillu og búrbon-viskíi.
  4. Þegar allt súkkulaðið er bráðið er fyllingin tilbúin, þá er henni hellt á botninn og bakan kæld í ísskáp í um sex tíma. 
www.modernwifestyle.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert