Fljótlegar hnetusmjörsprótein-kúlur

Gómsætar kúlur sem gott er að grípa í.
Gómsætar kúlur sem gott er að grípa í. www.VeganFamilyRecipes.com

Þessar gómsætu hnetusmjörsprótein-kúlur er auðvelt að búa til og þær er tilvalið að fá sér sem millimál. Þær eru seðjandi og sætar enda innihalda þær chiafræ og döðlur. Uppskriftin kemur af heimasíðunni VeganFamilyRecipes.com.

Hráefni:

  • 6 döðlur
  • Um 25 g próteinduft að eigin vali
  • 4 skeiðar hnetusmjör
  • 2 teskeiðar chiafræ (möluð)

Aðferð:

  1. Blandaðu öllum hráefnum saman í matvinnsluvél.
  2. Rúllaðu deiginu í 10 litlar kúlur
  3. Geymist í ísskáp
Hollt og gott.
Hollt og gott. www.VeganFamilyRecipes.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert