Guðdómlega góðar súkkulaðipönnukökur

Pönnurkökurnar gerast ekki mikið girnilegri en þetta.
Pönnurkökurnar gerast ekki mikið girnilegri en þetta. www.bakerella.com

Angie Dudley, höfundur metsölubókarinnar Cake Pops, er snillingur í eldhúsinu. Hún deildi nýverið pönnukökuuppskrift með lesendum People sem slegið hefur í gegn. Uppskriftin er af dásamlegum súkkulaði-pönnukökum sem erfitt að er standast.

Þetta pönnukökufjall er guðdómlegt.

Súkkulaði-pönnukökur
Gerir 10-12 stk.

  • 1⅓ bolli hveiti
  • 3 matskeiðar kakóduft
  • 2 teskeið lyftiduft
  • ¼ bolli sykur
  • ¼ teskeið salt
  • 3 matskeið smjör, bráðið
  • 1 teskeið vanilludropar
  • 1¼ bolli mjólk
  • 1 egg
  • ½ bolli súkkulaðibitar
  • flórsykur, til skrauts

Aðferð

  1. Settu þurrefnin í skál og blandaðu þeim saman með sleif. Bættu þá hinum hráefnunum (fyrir utan súkkulaðibitana) saman við og hrærðu vel. Að lokum er súkkulaðibitunum hrært út í.
  2. Hitaðu smurða pönnukökupönnu yfir miðlungs hita.
  3. Settu ¼ bolla af deigi á pönnuna þannig að úr verða litla pönnukökur. Bakaðu pönnukökurnar þar til litlar loftbólur hafa myndast í deiginu, snúðu þeim þá við og bakaðu í eina mínútu til viðbótar.
  4. Berðu pönnukökurnar fram volgar með heitri súkkulaði sósu, þá er fallegt að strá smá flórsykri yfir þær.

Súkkulaðisósa

  • ¾ bolli rjómi
  • 1 teskeið smjör
  • 1 bolli súkkulaðibitar

Aðferð

  1. Settu súkkulaðibitana í skál. Hitaðu rjómann og smjörið í potti og hrærðu vel þar til blandan fer nánast að sjóða.
  2. Taktu þá pottinn af hellunni og helltu yfir súkkulaðibitana. Láttu standa í nokkrar sekúndur og hrærðu svo í þar til súkkulaðið er bráðið. Helltu þá blöndunni yfir pönnukökurnar.
Hver getur staðist þessa dásemd?
Hver getur staðist þessa dásemd? www.bakerella.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert