Dásamleg „vegan“ sætkartöflu-pítsa

Einstaklega girniegur kvöldverður, það verður að viðurkennast.
Einstaklega girniegur kvöldverður, það verður að viðurkennast. www.blissfulbasil.com

Hérna kemur uppskrift af einstaklega bragðgóðri og spennandi pítsu sem hentar þeim sem eru „vegan“. Botninn er gerður úr meðal annars sætum kartöflum og chia-fræum og er því einstaklega staðgóður. Svo má toppa pítsuna með hvaða áleggi sem hugurinn girnist. Uppskriftin kemur af heimasíðunni Blissful Basil.

Hráefni:

  • 5½ bolli afhýddar sætar kartöflur, skornar í teninga
  • 1 matskeiðar chia-fræ
  • 3 matskeiðar vatn
  • 1¼ bolli hafrahveiti
  • ¼ bolli möndlumjöl
  • 1 matskeið ólívuolía
  • 1 matskeiðar eplaedik
  • 1 teskeið þurrkuð basilíka (krydd)
  • 1 teskeiðar oregano-krydd
  • 1¼ teskeiðar hvítlauksduft
  • ½ teskeið sjávarsalt
  • klípa af chili-kryddi

Aðferð:

  • Sjóddu sætu kartöflurnar þar til mjúkar.
  • Settu chia-fræin og vatnið í skál, hrærðu með gaffli og láttu standa í um 10 mínútur.
  • Forhitaðu ofninn í 200°C.
  • Stappaðu soðnu kartöflurnar. Bættu chia-grautnum saman við ásamt haframjölinu, möndlumjölinu, ólívuolíunni, eplaedikinu, basilíkunni, óreganóinu, hvítlauksduftinu, saltinu og chilikryddinu. Hrærðu vel þar til úr verður mjúkt deig.
  • Dreifðu deiginu á bökunarpappír eins og um pítsadeig væri að ræða.
  • Skelltu deiginu inn í ofn í um 25-35 mínútur eða þar til pítsan verður gyllt.
  • Taktu pítsuna út, láttu kólna og fullkomnaðu hana með áleggi að eigin vali (t.d. pítsasósu, vegan-parmesan, tómötum, þistilhjörtum, basilíku). Þá er pítsunni skellt aftur inn í ofn í um fimm mínútur.
Pítsan er bökuð þar til deigið verður gyllt og girnilegt.
Pítsan er bökuð þar til deigið verður gyllt og girnilegt. www.blissfulbasil.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert