Ljúffeng lúxuskaka með kakókremi

Ljúffeng lúxuskaka með kremi.
Ljúffeng lúxuskaka með kremi. Ljósmynd/ TheRecipeCritic.com

Það er fátt betra en nýbökuð volg súkkulaðikaka. Hérna kemur uppskrift að ljúffengri lúxusköku með kremi. Kakan slær í gegn hjá fólki á öllum aldri. Uppskriftin kemur af heimasíðunni TheRecipeCritic.com.

Innihald:

  • Kaka:
  • 1 bolli vatn
  • ½ bolli smjör
  • ⅓ bolli kakóduft
  • 2 egg
  • ¾ bolli grísk jógúrt
  • ½ bolli eplasósa
  • 1 bolli heilhveiti
  • 1 bolli hveiti
  • 1-1/2 bollar sykur
  • 1 teskeið matarsódi
  • ½ teskeið salt
  • Krem:
  • ½ bolli smjör
  • ⅓ bolli kakóduft
  • 6 matskeiðar mjólk
  • 1 teskeið vanilludropar
  • 4 bollar flórsykur

Aðferð:

  1. Forhitaðu ofninn í 180°C. Blandaðu smjöri, vatni og kakói saman í skál sem má fara í örbylgjuofn. Hitaðu blönduna á vægum hita í um tvær mínútur og hrærðu svo í blöndunni í nokkrar sekúndur. Skelltu blöndunni aftur inn í örbylgju og hitaðu aftur þar til smjörið er alveg bráðið. Settu til hliðar.
  2. Blandaðu þá eggjunum, jógúrtinu og eplasósunni saman í aðra skál og hrærðu vel. Settu til hliðar.
  3. Í þriðju skálina blandarðu eggjum, sykri, matarsóta og salti saman. Hrærðu. Helltu þá volgu súkkulaðiblöndunni út í og hrærðu vel. Því næst er jógúrtsósunni blandað saman við. Hrærðu.
  4. Helltu deiginu í kökuform og bakaðu í um 15-20 mínútur.
  5. Kremið: Bræddu smjörið í örbylgjuofni. Bættu kakóinu við smjörið og hrærðu vel. Helltu svo mjólkinni saman við og að lokum flórsykrinum. Þá er kreminu hellt yfir kökuna og hún látin kólna.
Kókó hentar vel í baksturinn.
Kókó hentar vel í baksturinn. Arnaldur Halldórsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert