Dásamlegur avókadó- og súkkulaðibúðingur

Búðinginn má „toppa“ með t.d. ávöxtum eða hnetum.
Búðinginn má „toppa“ með t.d. ávöxtum eða hnetum. heilsuhusid.is

Á heimasíðu Heilsuhússins má finna ótal girnilegar uppskriftir að hollum og góðum réttum. Hér kemur ein uppskrift að gómsætum eftirrétt. Við erum að tala um súkkulaðibúðing sem dugar fyrir fjóra.

Innihald:

  • 2 þroskuð avókadó (lárperur)
  • 3 msk. brætt súkkulaði
  • 2 msk. hrátt kakó
  • 120 ml kókosmjólk 
  • 1 tsk. lífrænt vanilluduft
  • 3 msk. maple-sýróp eða gott hunang
  • Örlítið salt

Aðferð: 

  1. Tæmið lárperurnar með skeið og maukið í matvinnsluvél eða blandara þar til það verður silkimjúkt og kekklaust. 
  2. Bætið restinni af innihaldsefnunum við og blandið þar til allt er orðið vel mjúkt og áferðin er orðin falleg. Betra er að blanda lengur en styttra. 
  3. Smakkið til og bætið við meiri sætu ef þarf. 
  4. Setjið í þær skálar sem á að framreiða búðinginn í og kælið í að minnsta kosti eina klukkustund. 
  5. Toppið með því sem þið viljið.

Hugmyndir að „toppings“

  • Saxaðar hnetur
  • Ristaðar kókosflögur
  • Ristaðar heslihnetur með hunangi
  • Granóla
  • Fersk eða frosin hindber
  • Rifið súkkulaði
  • Kakónibbur

„Berið fram með bros á vor og njótið með þeim sem ykkur þykir vænt um,“ segir á heimasíðu Heilsuhússins.

Hindber bragðast vel með súkkulaðibúðing.
Hindber bragðast vel með súkkulaðibúðing. Ljósmynd/Sölufélag garðyrkjumanna
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert