5 leiðir til að gera eldhúsið franskara

Tauservéttur gera allt betra.
Tauservéttur gera allt betra. Ljósmynd/James Ransom

Það er auðvelt að fá vatn í munninn bara við þá tilhugsun að hugsa um franska sælkeraeldhúsið. Sölt karamella, smjör, dijon-sinnep og tauservéttur eiga það sameiginlegt að gera lífið betra. Kokkurinn, bakarinn og ekki síst bloggarinn David Lebovitz gefur lesendum fimm ráð til þess að bæta aðeins meiri París inn í eldhús.

Butter on Food52

1. Notaðu saltað smjör

Í mörgum uppskriftum er að að finna ósaltað smjör til þess að stjórna því hversu mikið salt fari í hverja uppskrift. Málið er bara að saltað smjör smakkast miklu betur. Svo ekki sé minnst á saltaða karamellu eða smá salt í súkkulaðisósu. Prófaðu að setja örlítið af grófu sjávarsalti yfir smjör og sjáðu hvað gerist.

2. Vertu alltaf með Dijon-sinnep við höndina

Það getur ekkert franskt eldhús verið án Dijon-sinneps. Dijon-sinnep er gott sem krydd á steikina, í sósuna með steikinni eða bara í vinaigrette-salatsótuna. Passaðu samt að nota sinneps-krukkuna fljótt og vel því hún skemmist á nokkrum vikum. 

Patricia Wells' Lentil Salad on Food52

3. Notaðu grænar linsur

Ef þú átt soðnar grænar linsur getur þú hent í snökkt salat til að hafa með matnum og tekur það innan við 30 mínútur. Þegar þú ert búin/n að sjóða þær er tilvalið að matbúa þær eins og gert er HÉR.

4. Vertu alltaf með salt við höndina

Okkur var kennt að við ættum ekki að leika okkur með matinn en það er magnað hvað gróft sjávarsalt getur gert mikið fyrir matinn. Það er dásamlegt út á steikt grænmeti eða út á súkkulaði-kúlurnar en þá er saltað rétt áður en rétturinn er borinn fram. Með þessu fer máltíðin upp um nokkur level. Veldu Maldon salt eða íslenskt sjávarsalt svo þú verðir ekki skömmuð/skammaður fyrir að salta matinn of mikið.

5. Notaðu tauservéttur

Það verður einhvern veginn allt betra ef við notum tauservéttur í stað venjulegra úr bréfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert