Svona heldur þú jarðarberjunum ferskum

Jarðaber sem hafa verið sett í 50° heitt vatn í …
Jarðaber sem hafa verið sett í 50° heitt vatn í 30 sekúndur eiga að endast lengur. www.thekitchn.com

Það er alltaf jafnsvekkjandi þegar dýrir ávextir eins og jarðarber skemmast inni í ísskáp. En hérna kemur skothelt húsráð sem þýðir að jarðarber þurfa aldrei aftur að fara til spillis í þínum ísskáp.

Ráðið kemur frá rithöfundinum og matarsérfræðingnum Harold McGee.

Hann mælir með að setja jarðarberin í heitt vatn, 50° heitt nánar tiltekið, í 30 sekúndur. McGee komst að því að þegar þetta er gert við berin endast þau mun lengur inni í ísskáp.

Kelli Dunn, pistlahöfundur á Thekitchn.com, prófaði að fara eftir ráði McGee. Hún sá mikinn mun á þeim jarðarberjum sem hún setti í heitt vatn og þeim sem hún gerði ekkert við. Þau sem hún hafði ekki meðhöndlað byrjuðu að skemmast eftir tvo daga en hin eftir fjóra. Dunn mælir því eindregið með að fara að ráði McGees.

Jarðaber geymast bara í nokkra daga inni í ísskáp.
Jarðaber geymast bara í nokkra daga inni í ísskáp. www.thekitchn.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert