Meinholl og fögur morgunverðarskál

Þessi morgunverður er ekki bara hollur heldur líka dásamlega fallegur.
Þessi morgunverður er ekki bara hollur heldur líka dásamlega fallegur. grgs.is

„Eftir marga yndislega og ljúfa sólar- og sumarfrísdaga, með tilheyrandi slökun á heilsusamlegu matarræði, er nú loks komin tími til að komast aftur á rétta sporið. Það er fátt betra en að byrja daginn á næringarríkum morgunverði og þessi uppskrift er í svo miklu uppáhaldi,“ skrifar Berglind á Gulur Rauður Grænn og Salt áður en hún deilir uppskrift af  meinhollum og fallegum morgunverði.

Hráefni:

Acai morgunverðarskál
300 g frosin jarðaber
2 frosnir bananar, skornir í sneiðar
3-4 msk Acai bláberjaduft, fæst t.d.  í Gló Fákafeni
240 ml möndlumjólk (eða mjólk að eigin vali)
2 msk möndlusmjör
1/2 msk hunang

Kurl
Ferskir ávextir, t.d. bananar, jarðaber, bláber
Múslí eða tröllahafra
Gojiber, þurrkuð
Kókosmjöl eða flögur
Hemp eða chia fræ
….eða í raun það sem hugurinn girnist og til er hverju sinni

Aðferð:

  1. Setjið jarðaberin, banana, acai duftið, möndlumjólk, möndlusmjör og hunang í blandara eða matvinnsluvél og maukið saman. Bætið við mjólk eftir þörfum en athugið að blandan ætti að vera nokkuð þykk.
  2. Toppið morgunverðaskálina með kurli að eigin vali eins og t.d. ávöxtum, gojiberjum, kókosmjöli, fræjum og ef vill dreypið smá hunangi eða hlynsýrópi yfir í lokin.
Goji-berin eru meinholl.
Goji-berin eru meinholl.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert