Æðislegt kóreskt bibimbap

Bibimbap er litríkt og fallegt.
Bibimbap er litríkt og fallegt. Ljósmynd/Smoky Wok

Bibimbap er frægur kóreskur réttur sem að búinn er til úr hrísgrjónum, krydduðu grænmeti, kjöti, eggi og Gochujang sem er sterk kóresk kryddblanda. Rétturinn er afar fallegur og litríkur og það tekur stuttan tíma að undirbúa hann. Uppskriftin kemur af síðunni Smoky Wok. 

Hráefni fyrir fjóra

  • 2 bollar af hrísgrjónum
  • 1 lúka af spínati
  • 1 gulrót, skorinn í þunna strimla
  • ½ gúrka, skorinn í þunna strimla
  • 1 pakki af baunaspírum
  • Kjöt að eigin vali eða tófú
  • Gouchujang eftir smekk
  • 1 hvítlaukur saxaður
  • 1 tsk chili
  • Sesamolía eftir smekk
  • Sojasósa eftir smekk
  • Salt, eftir smekk
  • 4 egg

Aðferð

  1. Byrjaðu á því að sjóða hrísgrjónin og undibúa grænmetið. Gott er að sjóða baunaspírurnar í potti fullum af vatni og smá salti í um 15 mínútur. Á meðan er gott að nýta tímann og skera niður grænmetið.
  2. Taktu vatnið af baunaspírunum. Blandaðu 1 tsk. af sojasósu, ½ tsp. af sesamolíu og 1 söxuðum hvítlauksgeira saman við þær.
  3. Settu spínatið ofan í sjóðandi vatn í 1-2 mínútur. Taktu það þá upp úr og kreistu eins mikið af vatni og þú getur úr því. Blandaðu svo 1 söxuðum hvítlauksgeira, 1 tsk. af soja sósu og ½ tsk. af sesamolíu við.
  4. Steiktu gulræturstrimlana örsnöggt svo að þeir verði mýkri og settu á disk.
  5. Steiktu gúrkustrimlana á sama hátt og gulræturstrimlana og settu á disk.
  6. Steiktu kjötið eða tófú-ið upp úr 1 msk. af olíu og bættu við 1 msk. af Gouchujang og 1 tsk. af chili.
  7. Steiktu 4 egg á pönnu.
  8. Að lokum blandaru öllum hráefnunum saman. Setur hrísgrjónin fyrst á diskinn og grænmetið og kjötið ofan á þau. Á hvern disk fer að lokum eitt steikt egg. Gott er að bæta 2 msk. af Gouchujang ofan og smá sesamolíu. Þessu er síðan öllu hrært saman og borðað með bestu lyst.
Þunnt skorið grænmeti.
Þunnt skorið grænmeti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert