Blómkálspopp í dulargervi ostapopps

Blómkálspoppið líkist ostapoppi.
Blómkálspoppið líkist ostapoppi. maedgurnar.is

„Hér er skemmtileg leið til að breyta fersku blómkáli í snarl. Við köllum þetta blómkálspopp því það líkist svolítið ostapoppi á disknum (allavega úr fjarlægð... og kannski með góðum skammti af ímyndunarafli...) en þetta er í alvöru talað mjög gott til að nasla á yfir góðri bók á fallegu síðsumars kvöldi,“ skrifa mæðgurnar Hildur og Solla á vefinn sinn, Mæðgurnar.is. Meðfylgjandi er uppskrift þeirra mæðgna.

Blómkálspopp 

1 lítið blómkálshöfuð, íslenskt

2 msk jómfrúarólífuolía, lífræn 

2-3 msk næringarger

1 tsk chiliflögur

smá sjávarsalt

<strong>Aðferð</strong>
  1. Skerið blómkálshöfuðið í litla munnbita á stærð við poppkorn.
  2. Setjið allt í lokað ílát eða lokanlegan plastpoka og hristið saman.
  3. Njótið!
„Nú er uppskerutíðin hafin, hvílík sæla.“
„Nú er uppskerutíðin hafin, hvílík sæla.“ maedgurnar.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert