Hvetur fólk til að skella sér út að borða á mánudaginn

Hákon Már á Kitchen and Wine tekur þátt í Goût …
Hákon Már á Kitchen and Wine tekur þátt í Goût de France / Good France í ár. mbl.is/ Eggert Jóhannesson

Matarhátíðin Goût de France / Good France verður haldin á mánudaginn víða um heim. Matreiðslumaðurinn Hákon Már Örvarsson á Kitchen & Wine er einn þeirra sem tekur þátt hér á landi. Hann þekkir franska matargerð vel enda hefur hann starfað á frönskum eldhúsum í gegnum tíðina, bæði í Luxembourg og Frakklandi.

„Þetta eru Michelin-stjörnu prýdd eldhús sem höfðu mikil áhrif á minn ferill í faginu. Þannig að mín tenging við franska matargerð er mikil,“ segir Hákon Már.

„Þetta er menningarleg hátíð, þessi dagur er haldinn víðsvegar um heim og veitingastaðir og kokkar taka sig saman og elda franskt og bjóða frönsk vín.“ Hákon mun stilla upp fimm rétta matseðli á Kitchen & Wine. „Svo bæti ég við vínpörun með metnaðarfullum hætti. Víngarðurinn var okkur innan handar við það.“

Hákon Már segir gesti gera verulega góð kaup á þessum degi. „Ég vonast til að fólk sýni þessu áhuga og skelli sér út að borða á mánudaginn. Fólk er byrjað að bóka en við erum ennþá með laus borð.“

Matahátíðin Goût de France / Good France er haldin 21. …
Matahátíðin Goût de France / Good France er haldin 21. mars víða um heim.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert