Ómótstæðileg hindberjaterta

Hindberjatertan ómótstæðilega er saðsöm.
Hindberjatertan ómótstæðilega er saðsöm. Ljósmynd/Mæðgurnar

Sólveig Ei­ríks­dótt­ir og dótt­ir henn­ar Hild­ur Ársæls­dótt­ir halda úti upp­skriftasíðunni Mæðgurnar, þar sem þær deila holl­um og góðum upp­skrift­um með les­end­um. Uppskriftin að þessari ómóstæðilegu hindberjatertu kemur frá mæðgunum.

Þegar mæðgurnar útbúa tertur nota þær oftast aðferðir sem eiga uppruna sinn að rekja til hráfæðis. Í hráfæðiskökugerð þarf yfirleitt bara að mauka hráefnið í matvinnsluvél, þjappa í form og kæla.

Þessi hindberjaterta með karamellu og súkkulaði er virkilega ljúffeng og falleg. Tertan geymist vel í frysti og því er upplagt að útbúa hana með góðum fyrirvara.

Tertan geymist vel í frysti.
Tertan geymist vel í frysti. Ljósmynd/Mæðgurnar

Hindberjaterta með karamellu og súkkulaði

Botninn

3 dl döðlur, smátt saxaðar
3 dl kókosflögur, þurrristaðar
3 msk. kakóduft
1 msk. kókosolía, fljótandi
¼ tsk. sjávarsaltflögur
1-2 msk. vatn

  1. Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og blandið saman þar til það myndar klístrað deig.
  2. Ef döðlurnar eru mjög þurrar er gott að leggja þær aðeins í bleyti fyrst.
  3. Þjappið niður í lausbotna form (u.þ.b. 23 cm í þvermál).
  4. Geymið í frysti á meðan fyllingin er útbúin. 

Hindberjafylling

5 dl frosin hindber (látið þiðna yfir nótt í kæli)
2 ½ dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst. (gerir 3 dl útbleyttar hnetur)
1 dl hlynsíróp eða önnur sæta
1 tsk. vanilluduft
1/8 tsk. sjávarsalt
1 ½ dl kaldpressuð kókosolía

  1. Takið hindberin út úr frystinum kvöldið áður og látið þiðna, t.d. inni í ísskáp.
  2. Setjið þiðin hindberin í blandara og blandið þar til þau verða að mauki. 
  3. Hellið vatninu af kasjúhnetunum og setjið þær út í hindberjamaukið í blandaranum, ásamt hlynsírópi, vanillu og salti og blandið þar til blandan er orðin silkimjúk og fín.
  4. Bætið kókosolíunni út í og klárið að blanda.
  5. Setjið fyllinguna ofan á botninn og setjið kökuna inn í frysti svo hún stífni áður en þið setjið karamelluna út á.
Langbest er að nota form með lausum botni og ekki …
Langbest er að nota form með lausum botni og ekki er verra ef hægt er að smella frá á hliðinni. Ljósmynd/Mæðgurnar

Karamella

3 msk. möndlusmjör
1/3 dl kókosolía
½ dl sæta, t.d. hlynsíróp
1 tsk. sjávarsalt

  1. Setjið allt hráefnið í blandara og blandið vel saman.
  2. Látið stífna inni í ísskáp í 15 mínútur.
  3. Hellið í kökuformið, yfir hindberjafyllinguna. 

Súkkulaði 

50g (½ plata) 70% lífrænt og „fairtrade“-súkkulaði

  1. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.
  2. Látið kólna aðeins, en ekki stífna.
  3. Setjið rendur eða punkta ofan á karamelluna og notið tannstöngul til að dreifa úr og gera skemmtilegt mynstur.
  4. Látið kökuna inn í kæli/frysti til að stífna.
  5. Tertan geymist best í frysti, ef ekki á að bera hana fram samdægurs.
  6. Ef kakan er geymd í frysti er gott að láta hana mýkjast við stofuhita í 10 mín. áður en þið skerið og berið fram.
  7. Ef kakan er geymd í kæli er hægt að taka hana beint út og bera fram.
  8. Mjög fallegt er að skreyta tertuna með ferskum berjum eða ávöxtum.
Njótið hvers bita.
Njótið hvers bita. Ljósmynd/Mægðurnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert