Fyrsti nektarbarinn í London opnaður

Barinn er með fallegt útsýni yfir Big Ben.
Barinn er með fallegt útsýni yfir Big Ben. Ljósmynd/Skjáskot af vef Mail Online

Fyrsti nektarbar London verður opnaður í borginni í vikunni. Barinn er staðsettur á svölum í rúmlega átján metra hæð á Parliment Square. Gestir eru hvattir til áð fækka fötum við komu á staðinn og geta notið þess að fá sér drykk á Adamsklæðunum einum.

Svo virðist sem hálfgert nektaræði sé að taka yfir London en í júní var fyrsti nektarveitingastaðurinn The Bunyadi opnaður þar.

Frétt mbl.is - Fyrsti nektarveitingastaðurinn í London

Samkvæmt vef Mail Online var tilefni þess að nektarbarinn var opnaður niðurstöður rannsókna sem segja unga Breta svokallaða „No String“-kynslóð sem kæri sig ekki um að festa ráð sitt líkt of foreldrar þeirra gerðu.

Hér er svo sannalega hægt að njóta.
Hér er svo sannalega hægt að njóta. Ljósmynd/Skjáskot af vef Mail Online
Fólk er hvatt til að njóta drykkjanna á Adamsklæðunum.
Fólk er hvatt til að njóta drykkjanna á Adamsklæðunum. Ljósmynd/Skjáskot af vef Mail Online
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert