c

Pistlar:

16. nóvember 2015 kl. 9:32

Árelía Eydís Guðmundsdóttir (arelia.blog.is)

Fangelsi þess að geðjast öðrum

Í kvikmyndinni "What happens in Vegas", leika Cameron Diaz og Aston Kutcher par sem hittist fyrir tilviljun í Vegas. Þau verða haugdrukking og gifta sig í áfengisgleðinni en uppgötva hvað þau hafa gert í þynnkunni. Um leið og þau ætla að snúa til baka með þá ákvörðun vinna þau stóra vinningin og þurfa að vera gift í ár til að geta skipt honum á milli sín. Eins og þið munið sem sáuð myndina, og þau ykkar sem ekki sátuð, getið ímyndað ykkur fer myndin svo í hin hefðbundna leik þar sem þau gera allt til að reyna að fá hitt til að skilja við sig en enda svo á að verða ástfangin.

Af hverju er ég að fjalla um þessa ekki svo frægu eða merkilegu mynd? Jú, af því að í enda myndarinnar þegar Kutcher fer og leitar spúsu sína uppi, eftir svona hefðbundna senu misskilngins, þá segir hún við hann (á ströndinni - og "looking awsome"- búin að segja upp vinnunni og allt og allt)... "Með því að reyna ekki að geðjast þér, þá fann ég sjálfa mig!" Það stóð í mér poppið þegar ég horfði á þetta. Stundum geta gullkornin komið úr óvæntri átt!

Með þvi að reyna ekki að geðjast öðrum er hægt að finna sjálfan sig! Ótrúlegt hvað það tekur mann langann tíma að ná þessu. Diaz í myndinni (og fullt af öðrum díösum..) hafði gert hvað sem er til að geðjast kærustum sínum fram að þessu brúðkaupi í Vegas. Hún gerði hvað sem er til að geðjast vinnuveitenda sínum og flestum öðrum, örugglega hundinum sínum líka. Hver þekkir sig ekki í því? Að vera stöðugt að reyna að geðjast öðrum en hlusta ekki á sjálfan sig. Leiðindar fangelsi sem það er.

Hvaða ákvarðanir tæki fólk ef það væri ekki að reyna að geðjast foreldrum sínum eða samfélaginu eða maka eða einhverjum? Það væri gaman að gera kvikmynd um það!

www.areliaeydis.is