c

Pistlar:

30. janúar 2015 kl. 9:58

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Ertu á leið í sólina?

Ef þú ert á leið í sólina á næstunni langar mig að gefa þér gott ráð. Hvort sem þú ætlar að láta geisla sólarinnar verma þig í fáa eða marga daga, er gott að undirbúa húðina sem best. Þegar ég er á leið til sólarlanda tek ég alltaf inn Astaxanthin í svona þrjár til fjórar vikur fyrir brottför. Í fyrsta sinn sem ég gerði þetta fyrir mörgum árum síðan, var ég bara í viku í sólinni. Var meira að segja bara úti í geislum hennar svona 2 tíma á morgnana og 2 tíma síðdegis. Ég varð alveg undrandi hversu brún ég varð og hversu jöfn brúnkan var yfir allan líkamann.

Astaxanthin er náttúrulegt karótenóíð sem finnst í þara, rækju, humar, kröbbum og laxi. Karótínóíðin eru litarefni sem myndast í náttúrunni og stuðla að góðri heilsu. Í dýraríkinu finnst mest af karótínóíði í vöðvum laxa og vísindamenn geta sér til um að það veiti þessum stórkostlegum fiskum þann kraft sem þarf til að synda upp ár og stórfljót, á móti straumnum. Astaxanthin er öflugt andoxunarefni með víðtæk heilsufarsleg áhrif og ólíkt öðrum andoxunarefnum eins og beta-karótín, zeaxanthin, E-, C- og D-vítamínum og seleníum, verður Astaxanthin aldrei að oxandi efni í líkamanum. Bæði Dr. Oz og Dr. Mercola segja að þetta sé það bætiefni sem ætti að vera í fyrsta sæti hjá okkur.

En hvað gerir Astaxanthin svona sérstakt umfram þau áhrif sem það hefur á sólbrúnkuna? Hér eru fimm skýringar á því:

1-Astaxanthin getur dregið úr sársauka og bólgum
Það er öflugt gegn bólgum og dregur um leið úr sársauka, því það blokkar virkni mismunandi efna í líkamanum þínum, sem undir öðrum kringumstæðum fengju þig til að stynja af sársauka. Einnig dregur Astaxanthin úr bólgumyndandi efnum sem ýta undir marga króníska sjúkdóma.

2-Astaxanthin er öflugt gegn síþreytu
Astaxanthin stuðlar að skjótu jafnvægi í líkamanum eftir æfingar. Sú orka sem gerir laxinum kleift að synda gegn straumnum, hjálpar líka íþróttamönnum að ná sem bestum árangri. Hreint náttúrulegt Astaxanthin eykur úthald, styrk og bætir árangur í æfingum.

3-Astaxanthin styrkir augun
Astaxanthin býr yfir þeim eiginleikum að komast í gegnum ýmsar hindranir og ná til sjónhimnunnar. Ýmsar klínískar rannsóknir sýna að Astaxanthin bætir augnheilsu sykursjúkra, dregur úr þreytu og álagi á augum og stuðlar að skýrari sjón.

4-Astaxanthin hreinsar upp frumurnar
Astaxanthin er í sérflokki þegar kemur að andoxandi eiginleikum þess, vegna þess að það síast inn í allar frumur líkamans. Því má eiginlega segja að það veiti frumum líkamans heildarknús. Í rannsókn sem unnin var árið 2007 kom í ljós að Astaxanthin var 6000 sinnum öflugra en C-vítamín, 800 sinnum öflugra en CO-Q10 og 550 sinnum öflugra en grænt te og 75 sinnum öflugra en Alpha lipoic acid.

5-Falleg húð, frábæra sólarvörn
Rannsóknir sýna mjög skýrt og greinilega að Astaxanthin verndar stærsta líffæri líkamans, það er húðina. Það bætir rakastig hennar, mýkt og teygjanleika og dregur úr fínum hrukkum, blettum og freknum. Ef við sólbrennum myndast bólgur í húðinni, en ef við tökum Astaxanthin fer það inn í húðfrumurnar og dregur úr þeim skaða sem útfljóubláu geislarnir valda húðinni.

Eins og að ofan má sjá eru eiginleikar Astaxanthin fjölbreyttir og því nota ég það ekki bara þegar ég er á leið í sól, heldur nokkuð reglulega yfir árið. Bestu gæðin sem ég hef fundið eru í Astaxanthin-inu frá Solaray. Astaxanthin þarf að taka inn með mat, sem í er einhver fita (t.d. ólífuolía eða kókosolía) því það er fituuppleysanlegt bætiefni.

Heimildir: Grein eftir Suzy Cohen, R.Ph. á Huffington Post

 

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira