Pistlar:

26. mars 2017 kl. 17:35

Ragnar Freyr Ingvarsson (ragnarfreyr.blog.is)

Ljúffenga skúffukakan hennar Röggu - ný kynslóð í eldhúsinu, allir geta bakað!

Þegar ég var lítill, ætli ég hafi ekki verið um átta ára gamall, lærði ég að gera skúffuköku ekki svo ólíka þessari. Það var hún móðir mín, Lilja María, sem kenndi mér að gera uppskrift af skúffuköku sem að vissu leyti tryggðu mér sess í annars nokkuð stormasömum grunnskólabekk í Æfingaskólanum (núna Háteigsskóli). Það var nokkuð auðveld leið inn að hjörtum bekkjarfélaga minna að geta auðveldlega snarað fram skúffuköku að loknum skóladegi.

Sú uppskrift er svo sannarlega ljúffeng en í henni er óheyrilegt magn af sykri! Ég hef greint frá henni áður á blogginu, en þá var það elsta dóttir mín, Valdís, sem bakaði hana í það skiptið, sjá hérna. Ég hef því í gegnum árin verið að prófa uppskriftir sem innihalda minni og minni sykur. Ég byrjaði á því eftir að einhver lesandi benti mér á þá augljósu staðreynd að kakan innihélt hvorki meira né minna en 450 g af sykri. Sem er fáranlega mikið.

Hér er því tilraun til að minnka strásykurinn og setja eitthvað annað sem gefur sætu, í þetta skipti meira af dökku súkkulaði sem er skömminni skárri en hvítur sykur. Auðvitað má skipta konsúm súkkulaði út fyrir en dekkra súkkulaði - en þessi, eins og margar aðrar uppskriftir eru í stöðugri þróun.

Og það er gott að koma heim eftir göngutúr í Elliðaárdalnum og gæða sér á volgri skúffuköku og mjólkurglasi, eða hvað?

Ljúffenga skúffukakan hennar Röggu - ný kynslóð í eldhúsinu, allir geta bakað!

375 g hveiti

150 g sykur

2 tsk lyftiduft

1 tsk natron

3 msk kakó

1 1/2 tsk salt

300 g konsúm súkkulaði

200 g smjör

3 egg

1 eggjarauða

3,5 dl mjólk

fyrir kremið

80 ml rjómi

100 g konsúm súkkulaði

1 msk smjör

Fyrst er að blanda þurrefnunum saman; hveitinu, sykrinum, saltinu, natróni og lyftidufti í skál.

Ragga Lára er að læra að brosa fyrir myndavélar. Bætið svo kakóinu saman við.

Bræðið svo smjörið og súkkulaðið saman í potti.

Til að gera kökuna aðeins ríkari notaði ég þrjú egg og eina eggjarauðu tilviðbótar.

 

Röggu Láru tókst að blanda þessu vandræðalítið saman við ásamt mjólkinni og súkkulaðibráðinni. 

Hrært vandlega saman og svo sett í smurða ofnskúffu.

Kakan var bökuð í 30 mínútur við 180 gráður.

Kremið var einfalt. Bræddi súkkulaði í rjómanum og blandaði svo smjörinu saman við. Til að kæla það niður hraðar (Ragga var orðin óþreyjufull að smakka) var kremið kælt útí í snjónum.

Ragga Lára var alveg á því frá upphafi að það þyrftu að vera hvít korn á kökunni því þá væri hún best.

 

Kakan varð safarík og ljúffeng. Mikið súkkulaðibragð. 

 

Mér tókst að fá dóttur mína til að staldra við í smástund til að fá að smella mynd af henni með kökuna. Henni lá á að smakka.

 

Enda er leikurinn gerður til þess.

Bon appetit!

21. mars 2017 kl. 12:30

Seiðandi sjóurriði í salti með sítrónutimjan-sýrðrjómasósu og graslaukskartöflum

  Ég hef verið vinur Högna og Arnars fisksala á Sundlaugaveginum um langt skeið. Ég kynntist fyrst Steingrími sem átti fiskbúðina fyrir mörgum árum en hann hafði rekið hana um áratugaskeið. Ferskur fiskur er eitthvað sem maður saknar hvað mest þegar maður býr lengi erlendis. Það sem Svíar og Englendingar túlka sem ferskan fisk er ekki það sama og við túlkum sem ferskan fisk - það er eiginlega meira
12. mars 2017 kl. 13:03

Magnað Mesa hlaðborð; Grillaður kjúklingur, rauðbeðu-chilihummus, marinerað agúrku og hnúðkálssalat, flatbrauð og ólífur

  Þó að mér finnist vika á skíðum í Ölpunum vera eitt það stórkostlegasta sem ég veit um þá finnst mér líka voðalega gott að snúa heim á nýjan leik. Ætli það sé ekki kenniteikn góðs frís - þegar maður snýr sáttur á heimaslóðir. Svo til að gera heimkomuna ennþá ljúfari þá brugðum við okkur í Bláfjöllin á þriðjudagskvöldið að loknum vinnudegi. Frumburðurinn minn, Valdís Eik, stakk upp á þessari meira
5. mars 2017 kl. 14:18

Stórkostlegur humar vinterdor - með gullosti, rjómaosti og dijon á salatbeði - sælgæti

    Við höfum verið í Ölpunum núna í vikutíma - og dvalið eins og svo oft áður hjá vinum okkar Dodda og Þurí á Skihotel Speiereck. Ég held að við séum búin að koma hingað ellefu eða tólf sinnum síðustu tíu árin. Sumir myndu spyrja af hverju maður breyti aldrei til, en ástæðan er einföld; það er vegna þess að hingað er ótrúlega gott að koma með fjölskyldunnni. Börnin una sér ljómandi vel meira
22. febrúar 2017 kl. 13:18

Ótrúleg ostaveisla par excellence með höfðingja í fílódeigi og innbökuðum gullosti

Þetta eru ljúfir dagar fullir tilhlökkunar. Við erum hægt og bítandi að hita upp fyrir árlegt skíðafrí í Ölpunum. Við fórum um helgina og keyptum skíðafatnað á Röggu Láru og Villa en þau virðast upptekin af því að vaxa upp úr því sem til er. Sem er nú í besta lagi. Nú eru bara nokkrir dagar þangað til við tökum á loft frá Keflavíkurflugvelli og leggjum leið okkar til uppáhaldsstaðar okkar í meira
21. febrúar 2017 kl. 8:47

Safaríkur Miðjarðarhafsþorskur með jómfrúarolíu, ólífum, sólþurrkuðum tómötum og hvítlauk og skorðalía kartöflumús

  Tíminn líður eins og engin sé morgundagurinn. Skömmu eftir áramót varð mér hugsað til þess hversu langt væri þangað til að við færum í skíðafrí - sem verður núna um næstu helgi, þann 25. febrúar. Mér líður eins og ég hafi í raun bara blikkað augunum og nú fljúgum við til Evrópu næsta laugardag. Mikið óskaplega getur tíminn verið fljótur að líða. Ég hitti um daginn eldri herramann sem kom meira
9. febrúar 2017 kl. 21:38

Ekta vínarsnitzel frá grunni með fjórum gerðum af hvítlaukssmjöri og bökuðum perum með blámygluosti og ristuðum valhnetum

  Þetta var alveg frábær veisla. Við buðum góðum vinum okkar Sverri og Bryndísi og strákunum þeirra; Hákoni, Pétri og Hauki í Alpaveislu. Við erum öllsömul á leiðinni til Austurríkis þar sem við munum hitta fleiri góða vini - Söru Hlín og Davíð. Þetta er tíunda árið sem við förum á Skihótel Speiereck og gistum hjá Dodda og Þurí sem hafa tekið vel á móti okkur síðastliðinn áratug.   Þetta meira
30. janúar 2017 kl. 11:52

Dásamleg kjúklingatagína með tómötum, lauk og kjúklingabaunum með ljúffengu kúskús með feta og döðlum og gufusoðnu grænmeti

  Ég var á vaktinni á sunnudaginn og í fyrsta skipti í langan tíma var heldur lítið um að vera, bæði á deildinni minni, bráðalyflækningadeildinni, sem og á bráðamóttökunni. Og það verður að segja að það var hálf skrítið, hálf einkennilegt - því síðustu vikur hafa verið mjög kaótískar á sjúkrahúsinu sem er fyrir löngu sprungið. Starfsfólkið á sjúkrahúsinu gerir kraftaverk á hverjum degi við meira
22. janúar 2017 kl. 19:47

Dásamlega gott lambafillé "sousvide" með rauðvínsrjómaveppasósu, ljúffengu gratíni og smjörsteiktum strengjabaunum

  Það hefur verið mikið um að vera síðastliðna viku. Auk þess að hafa unnið á stofunni og svo á bráðamóttökunni í síðustu viku þá sótti ég einnig Læknadaga sem haldnir eru árlega í janúar. Ég var með erindi um mat og mýtur á málþingi um skuggahliðar heilsuæðisins. Þar ræddi ég meðal annars um hvernig við læknar fórum að hræðast mettaða fitu og salt - og hvernig ný þekking hefur sýnt okkur að meira
8. janúar 2017 kl. 15:09

Ljúffengar lambakótilettur í kryddraspi, með fullkomnum gulrótum og kartöflum, grænum baunum og rjómalagaðri sveppasósu

  Ég hef oft strengt áramótaheit. Eins og hjá flestum þá lýtur það oftast að mat og hreyfingu. Ég hef ætlað að byrja að hlaupa, hreyfa mig meira og borða minna eða borða eitthvað nýtt. Ég hef í tvígang gerst grænmetisæta, einu sinni bara á virkum dögum og svo fyrir tveimur árum alla daga vikunnar - sem var áskorun fyrir alræmda kjötætu eins og sjálfan mig. En það var líka á sama tíma afar meira
29. desember 2016 kl. 8:43

Heimagerður rjómaís með vanillu, ferskum jarðaberjum og jarðaberjakonfekti

  Þegar aðfangadagur fellur á laugardag - er um að ræða snörp jól. Þau eru eiginlega búin áður en þau byrja - með algerlega massívu veisluhaldi. Byrja á Þorláksmessu með saltfiski í hádeginu hjá tengdó, svo var skata í skúrnum hjá Viggu og Bassa. Á sjálfan aðfangadag fór fjölskyldan í graut í Sílakvísl, en ég var heima og stóð vaktina í eldhúsinu (það var nú að mörgu að hyggja). Á jóladag var meira
26. desember 2016 kl. 19:56

Svipmyndir frá aðfangadegi; graflax og svínahamborgarahryggur á tvo vegu - sannkölluð veisla!

Þetta voru, eins og gert var ráð fyrir, góð jól! Eins og ég hef sagt mörgum sinnum áður - þá er það aðfangadagurinn sjálfur sem er mitt uppáhald. Ég hreinlega elska að verja heilum degi í eldhúsinu og undirbúa jólamáltíðina. Fátt finnst mér betra! Jú, kannski eitt - mér finnst eiginlega betra að heyra fólk dásama matinn sem maður hefur borið á borð. Sjá fólk njóta þess sem maður hefur útbúið með meira
20. desember 2016 kl. 12:35

Bestu sósurnar af blogginu!

Flestir elska að hafa góða sósu með matnum sínum og geta eiginlega ekki hugsað sér veislumáltíðina án þess að hafa dýrindissósu með. Ég hef í gegnum árin prófað ótrúlega margar gerðir af sósum. Þó svo að ég sé íhaldsamur við jólamatinn þá eru margir leitandi að ljúffengum sósum til að hafa með til að lyfta máltíðinni upp   Hafið í huga að þegar verið er að gera góða sósu þá skipta hráefnin meira
11. desember 2016 kl. 13:27

Dásamlegur eftirréttur - Crema Catalana með syndsamlegri karamellusósu

  Bloggið mitt varð tíu ára nú um helgina. Ég byrjaði þessa vegferð fyrir 3650 dögum síðan. Aldrei hefði mig grunað að áratug síðar væri ég enn að - bloggandi um mat og matargerð. Síðan að ég hóf þessi skrif hef ég skrifað þrjár matreiðslubækur; Tíma til að njóta (2013), Veisluna endalausu (2014) og svo Grillveisluna sem kom út nú í vor. Þá hef ég einnig komið að gerð matreiðsluþátta á Skjá meira
4. desember 2016 kl. 13:15

Back to the future: Tvennskonar ostafondú með dásamlegu súrdeigsbrauði, kartföflum og súrum gúrkum

  Þann níunda desember næstkomandi verða kominn tíu ár frá því að ég byrjaði að blogga. Heil tíu ár! Það er óneitanlega langur tími sama hvernig á það er litið. Og ég gerði mér engan veginn grein fyrir því að þegar ég sló á lyklaborðið í fyrsta skipti á vef moggabloggsins hvaða vegferð ég var að leggja upp í - ekki eina einustu hugmynd. Að það myndi leiða til þess að tíu árum síðar væri ég meira
20. nóvember 2016 kl. 18:56

Dásamleg veisla með gömlum vinum; Rækjukokteill ala mode, Nautakinnar með kartöflupúré og grænkálsmauki

Í gærkvöldi vorum við með gamla og góða vini okkar í heimsókn, Sigrúnu og Freysa og Elvu og Óla. Eftir því sem ég kemst næst buðum við þessu ágæta fólki fyrst í mat 2. mars 2002 - ég fann ljósmyndir af fyrsta matarboðinu fyrir tilviljun um daginn þegar google photos minnti á gamla tíma. Við höfum nú aðeins breyst á síðastliðnum 14 árum - þroskast og breytingarnar svona að mestu til batnaðar! meira
26. október 2016 kl. 22:42

Ljúffengir og langeldaðir lambaskankar með grænkáli, baunum og einföldustu lambasósunni

  Það hefur talsvert verið um að vera í vinnunni minni á Landspítalanum. Ég fékk nýja stöðu um daginn, þar sem ég var ráðinn sem umsjónarlæknir nýrrar greiningadeildar á sjúkrahúsinu. Markmiðið er að létta á bráðamóttökunni; að greina hratt og örugglega þá sjúklinga sem þurfa að leggjast inn þannig að þeir fái strax rétta greiningu frá því að þeir mæta á bráðamóttökuna og fái örugga meðferð meira
17. október 2016 kl. 14:08

"Oríental" klausturbleikja með snöggsteiktu grænmeti og einfaldri chilisósu

  Það er óneitanlega gott að vera fluttur heim til Íslands. Þetta ætlaði ég í raun aldrei að gera - skömmu eftir að við fluttum út varð hrunið og öll sú umræða sem fylgdi því. Eftir nokkur ár tókum við þá ákvörðun að flytjast ekki heim aftur. Það var ekki fyrr en í fyrra, þann tíunda október síðastliðinn, að ég skipti um skoðun. Ég flaug til Ísland til að elda í brúðkaupi vinahjóna og um meira
6. október 2016 kl. 22:49

Eftirrétta-flatbaka - ljúffeng Bianca með gullosti og íslenskum bláberjum

Ég hóf störf á Landspítalanum strax eftir að við fluttum heim frá Englandi og fyrstu vikurnar stóð ég lyflæknisvaktina, staðsettur á Bráðamóttökunni í Fossvogi, við hliðina á einvala liði starfsfólks sem þar vinnur. Það var ótrúlega skemmtilegt að snúa til starfa aftur eftir átta ára fjarveru og hitta þarna fyrir lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraflutningamenn, móttökuritara og sjúkraliða sem ég meira
2. október 2016 kl. 22:31

Laugardagsveisla; tveir snöggir forréttir og svo blóðbergsmarinerað lambafile "sousvide" með klassískri sveppasósu og röstikartöflum

Það hefur verið nóg að gera síðastliðnar vikur og það er alltaf gaman. Það hefur verið ferlega spennandi að byrja í nýrri vinnu, bæði á Landspítalanum og að opna nýja stofu í Klíníkinni. Ég er mjög ánægður að bætast í hóp frábærs starfsfólks Landspítalans, auk þess er ég þakklátur kollegum mínum að vísa til mín sjúklingum á stofuna mína í Klíníkinni. Það hefur líka verið nóg að gera hjá Lækninum í meira
25. september 2016 kl. 17:56

Svipmyndir úr nýja draumaeldhúsinu mínu!

  Loksins er eldhúsið okkar tilbúið. Hugmyndin að þessu eldhúsi kviknaði eiginlega strax og ég sá þetta hús á netinu. Inga Dóra, mágkona mín, benti okkur á þetta hús á netinu fljótlega eftir að við ákváðum að flytja heim til Íslands. Við keyptum það af Pétri og Kolbrúnu sem byggðu þetta hús snemma á áttunda áratugnum. Þau höfðu augljóslega lagt alúð í þetta hús enda er svo sannarlega vandað meira
13. september 2016 kl. 7:53

Afmæli Snædísar: Djúpsteiktur humar með chili-sýrðrjómasósu og svo humar- og lúðusúpa með fjölbreyttu hvítlauksbrauði

  Eiginkona mín, Snædís Eva varð 39 ára á dögunum. Sumir myndu segja að maður ætti aldrei að greina frá aldri kvenna - en þegar maður ber aldurinn svona vel og fríkkar bara með árunum skiptir það í raun bara engu máli.   Og ég stend í óendanlegri þakkarskuld við þessa konu. Ekki bara hefur hún þolað mig í öll þess ár - þá hefur líka gert mig að betri manni. Búið mér líf þar sem ég hef meira
5. september 2016 kl. 21:28

Örjurtinar frá Snjallbýli Stefáns Karls - hvítlauksglóðuð bruschetta með plómutómötum, mozzarella og ör-basil og svo fjögurra fiska ceviche með ör-kóríander

  Ég las einhvers staðar að Stefán Karl Stefánsson leikari væri orðinn garðyrkjubóndi. Og ekki bara venjulegur garðyrkjubóndi heldur væri hann búinn að innrétta gám í hrauninu í Hafnarfirði og ræktaði þar "örjurtir" eða microgreens eins og það er kallað á ensku. Hann er augljóslega það heitasta í garðyrkubransanum í dag og var meira að segja til umfjöllunar Kastljóssins, mánudaginn 29. meira
28. ágúst 2016 kl. 20:49

Skelfisksveisla á grillinu: glóðuð hörpuskel og dásamleg Moules marniere

  Ég veit ekki hversu oft ég hef sagt það en fiskmeti á Íslandi er engu líkt (kannski að Norðmenn og Færeyingar hafi það líka svona gott). Ég borðaði fisk allaveganna þrisvar sinnum í síðustu viku. Fyrst á mánudaginn þegar bróðir minn eldaði spriklandi ferskan steinbít í indverskri sósu. Svo grillaði ég lax á þriðjudeginum og á fimmtudaginn hafði ég þessa ljúffengu veislu.   Ég sótti meira
25. ágúst 2016 kl. 19:02

Heilgrillaður grís í kveðjuveislu í Lundi með ljúffengu waldorf salati með eplum úr garðinum

    Íslenska sumarið heldur áfram! Allir sem ég hitti á förnum vegi, hvort sem það er í vinnu eða þar fyrir utan segja að þetta hafi verið besta sumar í langan tíma. Og það virðist ekkert slá slöku við, alltént ekki ef litið er til seinustu daga. Í gær var glampandi sól og dásamlegt veður. Það var meira að segja hlýtt þegar við fórum úr húsi á leið í vinnu um morguninn. Eins og ég hef án meira
14. ágúst 2016 kl. 9:31

Beikonvafin djöflabuff með grænmeti, pepperoni og sterkum cheddarosti og ljúffengri avjarsósu

  Nú erum við búin að vera heima á Íslandi í rétt rúma viku. Við flugum heim snemma morguns á föstudaginn var og lentum á Keflavíkurflugvelli í blíðskaparveðri. Við byrjuðum strax að reyna að koma okkur fyrir. Reyndar höfðu ættingjar okkar undirbúið komuna og okkar biðu uppábúin rúm. Dásamlegt! Strax á laugardagsmorgun vöknuðum við snemma og skelltum okkur í sund - engin betri leið til að meira
31. júlí 2016 kl. 11:13

Hin heilagi kaleikur bandarískrar grillmennsku; Ljúffengur brisketborgari með nýju hrásalati

  Þessi biti er einn af hornsteinum bandarískrar grilleldamennsku. Það eru til óteljandi uppskriftir og myndbönd á youtube um hvernig á að meðhöndla þennan annars ólseiga kjötbita og umbreyta honum í dásemd eins og þess. Ég hef gert atlögu að þessum bita nokkrum sinnum og það tók mig nokkur skipti að læra að ná tökum á uppskrifinni. En ég held að ég hafi hitt í mark með þessari aðferð.  meira
24. júlí 2016 kl. 8:45

Ekta barnsley kótiletta með magnaðri myntusósu

  Í gegnum tíðina hefur bresk matargerð ekki haft neitt sérstaklega gott orð á sér. En að mínu mati á það á ekki við rök að styðjast. Það má kannski vera að slíkt hafi verið reyndin á árum áður en í dag er það fjarri sanni. Gríðarleg vakning hefur verið síðastliðna tvo áratugi gagnvart mat og matarmenningu, hvernig dýrahaldi skuli háttað og hvernig best sé farið með skeppnurnar. Og auðvitað meira
10. júlí 2016 kl. 12:34

Stolt Suðurríkjanna – „sundrað“ svínakjöt (pulled pork) með pækluðum rauðlauk

    Þessa uppskrift er að finna í bókinni minni, Grillveislunni, sem kom út byrjun sumars. Satt best að segja þá er þetta eitt af bestu uppskriftunum í bókinni. Að langelda svínakjöt er eitt af því besta sem kemur af grillinu hvort sem það eru svínarif, svínasíða eða eins og hérna svínabógur. Þessari uppskrift var líka deilt með lesendum Fréttatímans núna fyrir helgi. Um að gera að leyfa meira
3. júlí 2016 kl. 21:25

Ljúffengur sítrónu-piparkjúklingur með einfaldri sósu og vellaukuðu kartöflusalati

  Það líður að heimferð. Og við hlökkum öll til að flytja heim til Íslands. Ég verð þó að játa að fyrir nokkrum árum höfðum við hjónin ákveðið að snúa ekki aftur til Íslands, nema sem gestir. Ég var meira að segja harðákveðinn! Svo gerðist eitthvað fyrir tæpu ári - allt í einu togaði bara naflastrengurinn í mig og langaði til að flytja heim aftur. Ætli það hafi verið í einni heimsókninni til meira
23. júní 2016 kl. 10:02

Dásamlegar andabringurúllur með kúrbít og sætum kartöflum

Ég og bróðir minn sátum á nærlægum pöbb í Brighton í gær og fylgdumst með leiknum. Allir gestir knæpunnar héldu með Íslandi og sumir höfðu meira segja veðjað á niðurstöðu leiksins! Skemmtilegast var að sjá að presturinn hoppaði hæð sína þegar íslenska liðið skoraði mark á lokasekúndunum og tryggði okkur sigurinn. Mikið rosalega var gaman að fylgjast með leiknum!   Ég verð þó að játa að ég hef meira
17. júní 2016 kl. 15:22

Þjóðlegt og ljúffengt; Moðsoðið kryddlegið lambalæri með rósmarínkartöflum

  Síðustu dagar hafa verið annríkir. Um helgina fórum við til Svíþjóðar þar sem við pökkuðum niður föggum okkar og settum í gám. Það hefði ekki verið hægt nema með hjálp góðra vina - það hlýjar manni um hjartarætur að eiga vini sem erum manni innan handar þegar á þarf að halda. Ástarþakkir fyrir alla hjálpina og stuðninginn!    Og við skiljum sátt við Svíþjóð - eins og ég nefndi í meira
12. júní 2016 kl. 7:32

Ljúfar lambapítur með grilluðum haloumi, avókadó og „ekta“ pítusósu

  Ég flaug frá London á föstudaginn eftir að hafa sótt stóra og mjög svo áhugaverða gigtarráðstefnu til Lundar til að afhenda húsið okkar. Það eru næg verkefni fyrir höndum en við eigum eftir að pakka öllum föggum okkar niður og setja í gám sem við fáum til okkar á mánudaginn. Dagurinn í dag hefur þó gengið vonum framar og við erum langt komin með verkið.    Það verður þó að játast meira
2. júní 2016 kl. 8:07

Keisaraafbrigði á grillinu; kjúklinga- og beikonsalat með sítrónuaioli

    Sumarið er rétt að byrja og spáin lítur vel út. Þó að það sé gaman að grilla allt árið getur það stundum verið ansi krefjandi á veturna - þegar vindurinn kemur úr öllum áttum og kuldinn sækir að. En nú er komið sumar og útlitið fyrir næstu daga er lofandi. Og þá er ekkert annað en að grípa gæsina þegar hún gefst.    Þessi uppskrift er ótrúlega einföld. Hún varð eiginlega meira
30. maí 2016 kl. 20:48

Foodloose námskeið - Matur sem lækning - Fjölbreyttur matseðill, frábærir þátttakendur og spennandi fyrirlesarar

  Ég brá mér til Íslands í síðustu viku til að taka þátt í ráðstefnunni Foodloose, sem haldin var í Hörpunni síðastliðinn fimmtudag. Vinur minn og kollegi, Guðmundur Freyr Jóhannsson, fékk þá hugmynd í fyrra að spennandi væri að halda ráðstefnu af þessu tagi. Hann fékk til samstarfs einvala fólk til að hjálpa sér með skipulagninguna - Ara Frey, Axel, Auði og svo Tommy   Fjöldi gesta meira
21. maí 2016 kl. 8:48

Ljúffeng kjúklingaspjót með ananas, papríku og einfaldri ananasraitu

  Ég er fullur tilhlökkunar. Í næstu viku verð ég á faraldsfæti, en þá mun ég bregða mér aftur til Íslands í tengslum við Foodloose ráðstefnuna sem verður í Hörpunni næstkomandi fimmtudag, þann 26. maí. Að ráðstefnunni lokinni munum við Tommi, útgefandinn minn, standa við grillið og bjóða ráðstefnugestum upp á grillað ljúfmeti og brjóstbirtu. Á föstudeginum verð ég með námskeiði í meira
16. maí 2016 kl. 9:21

Kryddhjúpaðar svínalundir með gremolata með ostarösti

  Eins og oft áður þá er nóg um að vera. Við erum búin að kaupa flugmiða til Íslands - one way ticket - fyrir fjölskylduna þann 5. ágúst næstkomandi. Við erum öll spennt og full tilhlökkunar yfir þessum breytingum. En það er ekki hlaupið að því að undirbúa flutning frá tveimur löndum samtímis. Eins og ég hef án efa nefnt áður þá erum við búin að festa kaup á fallegu húsi í Ártúnsholtinu og meira
12. maí 2016 kl. 22:10

Strandar-grillveislan - Kjúklingabitar, suðurafrísk nautapylsa og fullt af meðlæti

  Það má óhætt segja að sumarið hafi komið nú síðustu helgi hjá okkur í Suður Englandi. Þegar ég kom úr ræktinni á laugardagsmorguninn biðu mín textaskilaboð frá Roger, vini mínum og kollega, þar sem hann stakk upp á því að við myndum skella okkur á ströndina strax eftir hádegi og grilla saman. Hann hafði kallað til nokkra af vinum sínum og vildi fá okkur með í hópinn. Og auðvitað vorum við meira
28. apríl 2016 kl. 8:51

Dásamlegt heilgrillað lamb - herbes de provance! Grillveislan hefst næsta laugardag!

  Tíminn líður hratt og helgin nálgast óðfluga. Sjálfur er ég ferlega spenntur og hlakka til að kynna bókina fyrir öllum. Og það er allt að verða tilbúið! Það er búið að panta lambið - sem hangir á góðum stað - grillnuddið komið, mætir hjálparkokkar bókaðir, meðlætið er ákveðið og það er búið panta drykkjarföng, allt nema pakka ofan í tösku. Bjarga því annað kvöld!      - meira
23. apríl 2016 kl. 13:44

Grillveislan: Grísakótilettur með gráðosti, puru og eplasósu

      Það eru spennandi tímar framundan. Á föstudaginn næstkomandi eftir vinnu mun ég skunda til Heathrow og bregða mér til Íslands - og mér finnst ástæðan vera ansi góð. Við ætlum að fagna útgáfu þriðju matreiðslubókarinnar minnar - Læknirinn í Eldhúsinu - Grillveislan.    Hún mun koma út laugardaginn 30. apríl 2016. Við munum blása til útgáfuveislu í Eymundsson á meira
14. apríl 2016 kl. 21:34

Grillveislan hefst: Lambarifjur með myntu og hvítlauk, með blómkálstabbouleah, haloumi og appelsínusalati og klassískri raitu

  Það var sko ástæða til að fanga. Þriðja bókin mín fór í prentun nú í vikunni. Það vildi svo skemmtilega til að útgefendur mínir, Tómas og Anna Margrét, voru stödd í Englandi á bókamessu í London. Þau skelltu sér í lestina og brugðu sér suður til Brighton. Og það var virkilega fallegur dagur. Svona dagur þar sem maður er viss um að það sé komið vor og sumarið er handan hornsins. meira
31. mars 2016 kl. 8:08

Frá afgöngum í veislumáltið! Tvær ljúffengar eggjakökur - frá Mexíkó og Miðjarðarhafi!

Það er frábært að halda góðar matarveislur - fátt finnst mér vera skemmtilegra! Þeir sem fylgjast með blogginu mínu og bókunum ættu ekki að hafa farið á mis við það! En stór hluti af því að halda matarveislu er að gera afgöngunum góð skil. Það er fátt sorglegra en að henda mat, sérstaklega góðum, fullkomlega ljúffengum mat.   Og matarsóun er stórt vandamál í heiminum í dag. Sums staðar meira
27. mars 2016 kl. 8:19

Bestu lambauppskriftir af blogginu! Gleðilega páska!

Páskarnir eru snemma í ár. Persónulega hef ég aldrei áttað mig á því hvernig dánardægur Krists virðast sveiflast ár frá ári, en það mun vera einhver lógík þar að baki - á fyrsta sunnudegi eftir fullt tungl á eða eftir vorjafndægri - held að þetta sé nokkurn veginn rétt hjá mér (treysti annars á leiðréttingu)? Það er löngu kominn tími á að halda annað Níkeuþing og hafa þetta bara á sama degi ár frá meira
14. mars 2016 kl. 9:49

Marókósk matarveisla á Walpole Road; Langeldaður lambaframpartur, myntu- og grænbaunahummus, harissasósa, gufusoðið grænmeti með sítrónuolíu - jibbí

  Síðastliðnir dagar hafa verið viðburðarríkir. Síðustu helgi ókum við feðginin, táningurinn og ég, til Svíþjóðar þar sem bíllinn var seldur, ég sagði upp í vinnunni í Lundi og tæmdi skrifstofuna. Á miðvikudaginn var húsið svo selt á ágætu verði og við gátum andað léttar. Svo fékk ég stöðuhækkun í vinnunni minni og mun verða Interim Clinical Director og hjálpa til að þróa meira
25. febrúar 2016 kl. 21:41

Fertugsafmælið; Confit du canard með seljurótar, beðu og baunapúré og kirsuberjum í púrtvíni - namminamm

  Það er einkennilegt að verða fertugur. Mér finnst þetta vera hálf "out of body experince" - þar sem mér finnst ég vera yngri í anda. En kannski er ég að misskilja þennan þroskaferil eitthvað, alltént er ég að vona það! Ekki að ég sé ósáttur - alls ekki!    Ég skrifaði þetta á Fésbókina í gær!   40 ára!Fjörutíu ár - 480 mánuðir, 2080 vikur, 14600 daga, 350400 klukkustundir meira
7. febrúar 2016 kl. 15:51

"I will have a full english breakfast, sir - minus the toast!"

Lífið á lágkolvetnamatarræði gengur vel og það fer vel í mig, eins og raunar flesta sem það prófa. Það verður þó að viðurkennast að ég sakna brauðs og kartaflna - mun meira en bjórsins - furðulegt nokk! En það er samt auðvelt að sneiða framhjá því og velja sér eitthvað annað meðlæti - ég held að ég hafi t.d. aldrei borðað eins mikið salat og ég hef gert síðustu vikurnar.    Svo eru það meira
31. janúar 2016 kl. 17:27

Côte de Boeuf "sous vide" með bestustu Bernaise sósu allra tíma!

  Vá, hvað það er mikið um að vera þessa dagana. Vinnan er í fullum gangi og mikið framundan af verkefnum. Við erum í óðaönn að reyna að vinna á biðlistum svo við getum komið vinnunni okkar á eðlilegt ról og með ásættanlegu flæði sjúklinga með takmörkuðum biðtímum. Mín vinna er fólgin í að raða sjúklingum í forgangsröð, skipuleggja leið þeirra í gegnum kerfið og taka svo við meira
24. janúar 2016 kl. 13:45

Nautalund "sous vide" með dásamlegri og ofureinfaldri piparsósu

Síðasta vika verður lengi í minnum höfð. Ég byrjaði á því að fara í vinnuna mína hjá MSK í Eastbourne, en að vinnudegi loknum fór ég með lestinni til Heathrow þar sem ég flaug til Íslands. Ástæða heimferðarinnar var þátttaka mín (og annarra auðvitað) á málþingi um stoðkerfisvandamál á Læknadögum sem voru haldnir í síðustu viku.    Mér var boðið af hálfu félags gigtarlækna að greina frá meira
17. janúar 2016 kl. 18:02

Ljúffeng ommiletta með karmellisseruðum lauk, fetaosti, kapers og reyktum laxi

Þó að eiginkonan og táningurinn hafi verið á Íslandi um helgina hefur húsið okkar í Brighton ekki verið tómlegt. Óperinn okkar, Þórhildur, var með vinkonur sínar í heimsókn og við gerðum okkar besta við að bjóða þær velkomnar. Á fimmtudagin elduðum við saman Spaghetti Bolognese, uppskrift má finna hérna, nema hvað ég gerði kúrbítsspaghetti fyrir sjálfan mig í stað hefðbundins pasta og svo var meira
15. janúar 2016 kl. 18:18

Einfalt salat með safaríkri kjúklingabringu, rauðbeðum, eggjum og lárperuaioli

Ég hef í nokkur ár verið áhugasamur um lágkolvetnamatarræði. Áhugi minn vaknaði fyrir rúmum tveimur árum þegar vinur minn prófaði þetta matarræði og léttist um rúm 10 kíló á nokkrum mánuðum. Þrátt fyrir árangurinn var ég skeptískur, enda samviskusamlega uppalinn, sem læknir, um hættur fitu - sér í lagi mettaðar fitu. Ég hafði lengi haft dálítið samviskubit vegna dálætis míns á smjöri og rjóma en meira
21. desember 2015 kl. 16:22

Fullkomlega öðruvísi hátið: Kalkúnabringa "sousvide" með maís með chipotlesmjöri, fylltum papríkum ristaðu graskersmauki með chili, myntaðri jógúrtsósu á grófri tortillu

    Ég nefndi það í síðustu færslu að ég væri ákaflega íhaldssamur þegar það kemur að jólahaldinu. Ekki að ég sé trúaður - langt í frá - ég er trúleysingi fram í fingurgóma. En ég kann að meta margar hefðir í kringum jólin, eins og góðar samverustundir með vinum og ættingjum. Það er eitthvað sem ég kann virkilega að meta!    Ég hef nokkrum sinnum verið beðinn að skrifa í meira
13. desember 2015 kl. 10:31

Dásamleg kalkúnabringa "sous vide" með öllu tilheyrandi

Ég hef nokkrum sinnum verið beðinn um að elda jólamat fyrir fjölmiðla og kannski koma með einhverjar uppástungur að nýjum leiðum til þess að hafa jólamatinn. Ég hef tekið fátæklega í þessar fyrirspurnir og svarað með því að reyna að elda hefðbundinn jólamat - matinn sem ég elska að bera fram á jólunum. Ég held að jólin séu ekki tími fyrir nýjungar, heldur er þetta tími fyrir hefðir og minningar. meira
4. desember 2015 kl. 19:50

Kraftmikil krónhjartarkássa með mörðum kartöflum

  Það er dásamlegt að fylgjast með ljósmyndum frá Reykjavík um þessar mundir. Borgin virðist skarta sínu fegursta. Snjórinn hefur fallið og trén hneigja sig virðulega undan snjóþunganum. Facebook er að drukkna í ljósmyndum af borginni í vetrarbúningi. Fátt kemur manni í meira jólaskap. Margir veiðimenn sóttu hreindýr nú í haust og eiga frystinn fullan af dásamlegri villibráð sem þarf að gera meira
25. nóvember 2015 kl. 15:46

Smálúða með "tandorri" sniði með túrmerikkartöflum með poppuðum sinnepsfræjum, einföldu salati og jógúrt myntusósu

Það hefur lítið verið um að vera á blogginu mínu síðustu vikur og fyrir því eru haldgóðar ástæður. Ég hef verið á faraldsfæti síðast liðnar vikur. Það tók talsvert lengri tíma að verða mér úti um vinnu í Englandi og því hef ég verið að fljúga fram og tilbaka til Svíþjóðar til að vinna. Hef verið að starfa fyrir Capio Movement þar sem ég starfa sem yfirlæknir á gigtardeildinni í Halmstad. Þó að ég meira
5. nóvember 2015 kl. 19:54

Kjöt og kál - þrjár afar heimilislegar uppskriftir; kjöt í káli, kálbúðingur og kálbögglar á sænska vísu!

Einfaldur heimilismatur er stundum það besta sem maður leggur sér til munns - ég hef gerst sekur um að gera hvunndagsmat ekki nógu og hátt undir höfði. Í þessari færslu eru þrír réttir sem allir eiga það sameiginlegt að sameina blandað kjöthakk og hvítkál á mismunandi hátt. Þann fyrsta lærði ég að gera af föður mínum sem er mikill kjötbolluunnandi. Kálbúðingin sá ég fyrst í IKEA - og var hann meira
25. október 2015 kl. 16:35

Eldrautt jarðarberjakompót með þeyttum rjóma

  Þetta er eftirréttur sem ég gerði í sumar þegar jarðarber voru til sölu út um allt. Af einhverri ástæðu hafði ég gleymt að setja hann inn á bloggið mitt fyrr en nú þegar ég er að færa allar ljósmyndirnar mínar inn á google photos að google aðstoðarmaðurinn (Assistant) minnti mig á þennan dag síðastliðið sumar.   Og þó að ég sé hrifnastur af því að elda í takti við árstíðirnar þá búum meira
22. október 2015 kl. 11:47

Brúðkaupsveisla - seinni kapítuli - Lambalæri "sousvide" með konfiteruðum skalottulauk, þrennskonar rótargrænmeti og rjómalagaðri villisveppasósu

  Þá er komið að framhaldinu!   Í síðustu færslu greindi ég frá forréttunum sem ég eldaði í brúðkaupi Magnúsar og Hafdísar, vinum okkar hjóna, hægt er að lesa allt um það hérna! Nú er komið að því að greina frá aðalréttinum.    Eftir mörg samtöl við brúðhjónin komumst við að niðurstöðu með aðalréttinn. Við vorum nokkuð samstíga frá upphafi en matseðillinn þroskaðist aðeins á meira
15. október 2015 kl. 19:56

Brúðkaupsveisla - fyrri kapítuli - Sjávarréttaþríleikur

Eins og kom fram í fyrri færslu þá tók ég að mér að elda fyrir brúðkaup vina okkar, Magnúsar og Hafdísar. Þau giftu sig í Garðakirkju á þessum fallega haustdegi, laugardaginn 10. október síðastliðinn. Eins og gert var ráð fyrir sögðu þau bæði já - og því var efnt til veislu  í safnaðarheimilinu við Háteigskirkju. Þar er ljómandi fínn salur sem ættingjar brúðhjónanna höfðu tekið að sér að meira
29. september 2015 kl. 18:06

Nýr (og kannski ekki) rækjukokteill ala mode

  Núna erum við búin að vera einn mánuð í Englandi. Ég er búinn að vera í fríi svona að mestu ef frí skal kalla. Hef reynt að sinna skrifum þar sem ég er að undirbúa bók sem á að koma út á næsta ári þannig að ég hef verið að reyna að skrifa eins vel og mikið og ég get. Ég er líka að reyna drattast áfram með rannsóknarverkefnið mitt af afar veikum mætti.   Ég flaug fyrir skemmstu til meira
mynd
15. september 2015 kl. 17:22

Dásamlegur bláberjaskyrbúðingur með ferskum bláberjum

Það er búið að vera mikið um að vera hjá fjölskyldunni síðastliðnar vikur. Ég fór í leyfi frá gigtardeildinni í Lundi í lok júni og hóf störf sem íhlaupagigtarlæknir í Halmstad. Fór síðan í síðbúið sumarleyfi (ef leyfi skyldi kalla) og við pökkuðum niður húsinu okkar í snarhasti og sendum til Brighton í Suður-Englandi þar sem konan mín, Snædís, er að fara hefja framhaldsnám í sálfræði nú í haust. meira
12. ágúst 2015 kl. 7:53

Ristað heimagert súrdeigsbrauð með stúfuðum nýjum kantarellum

Síðan að ég gerði súrdeigsbrauð frá grunni í fyrsta skipti fyrir nokkrum árum, þá í undirbúningi fyrstu bókarinnar minnar - Tími til að njóta, hef ég endurtekið leikinn nokkrum sinnum. Nú baka ég nær einvörðungu súrdeigsbrauð. Einhvern veginn hef ég bitið það í mig að það hljóti að vera hollara - þó ég hafi ekki rannsakað það neitt sérstaklega.   Það tekur eina til tvær vikur að meira
28. júlí 2015 kl. 13:24

Ekta lasagna frá grunni - fátt betra

    Lasagna er ákaflega vinsæll réttur á þessu heimili. Lengi vel var það Snædís kona mín sem sá um að elda þennan rétt. Og það gerði hún sannarlega vel. Eftir að ég gerðist fyrirferðarmeiri í eldhúsinu hef ég séð um að elda lasagnað. Okkur hjónin greinir reyndar svolítið á um hvernig best er að standa að því að gera lasagna. Ég vil alltaf hafa fleiri lög af lasagnaplötum en Snædís og meira
7. júlí 2015 kl. 18:48

Dásamlegur skánskur aspas, sousvide, með smjöri

  Ætli margir þekki ekki sousvide eldamennsku núna. Ég hef allatént bloggað um hana nokkrum sinnum á síðustu misserum og þeir sem eru kunnugir bókunum mínum hafa án efa rekið nefið í þetta hugtak nokkrum sinnum. Hægt er að glöggva sig á þessu nánar hérna. Vinir mínir í Kokku hafa haft til sölu sama tæki og ég keypti fyrir rúmu ári - sansaire - sem er auðvelt í notkun og á mjög hagstæðu meira
28. júní 2015 kl. 10:35

Fjölbreytilegt eggja"soufflé" í morgunsárið

  Ég er kominn í eins og hálfsárs starfsleyfi frá gigtardeildinni í Lundi. Við munum flytja okkur aðeins um set og hafa vetursetu (og aðeins meira til) í Brighton á Englandi. Þar stefnir Snædís á framhaldsnám í sálfræði og ætlar að auka á þekkingu sína í hugrænni atferlismeðferð. Brighton þekki ég ágætlega þar sem ég bjó þar í eitt ár sem barn á meðan faðir minn, Ingvar, var í meistaranámi meira
17. júní 2015 kl. 19:58

Il Timpano - troðfyllt pastabaka - úr kvikmyndinni Big night

Hugmyndina að þessari uppskrift fékk ég úr bíómyndinni Big night sem er óður til ítalskrar matargerðar og fjallar um tvo bræður sem reka veitingastað sem er að syngja sitt síðasta. Í örvæntingarfullri tilraun til að bjarga staðnum efna þeir til veislu þar sem fjöldi dásemdarrétta er borinn á borð. Þar á meðal þessi réttur, Il Timpano, sem er innbakað pasta. Hann mun vera einn af uppáhaldsréttum meira
6. júní 2015 kl. 9:10

Satay-kjúklingaspjót með hnetusósu í fertugsveislunni hennar Addýjar

      Vinkona mín, Arnfríður Henrýsdóttir, átti stórafmæli núna í vikunni og ætlar í kvöld að halda upp á tímamótin með veislu í kvöld. Mér skilst að öllu verði tjaldað til. Addý, eins og hún er ávallt kölluð, býr ásamt manninum sínum, Guðmundi, og öllum krakkaskaranum í næstu götu við okkur í Annehem í Lundi. Ég hjólaði við á leiðinni heim úr vinnunni í gærkvöldi og sá að meira
31. maí 2015 kl. 13:47

Kindafilet sous-vide með grilluðum aspas og rjómalagaðri rósmarínsoðsósu

  Á Íslandi hefur lengi verið hefð fyrir því að borða lambakjöt, kjöt af ungum kindum sem er slátrað þegar þær snúa aftur úr sinni fyrstu ferð ၠfjall. Og það er auðvitað gott og blessað, íslenskt lambakjöt er án efa eitt besta hráfefni sem ég kemst yfir.   En það algerlega þess virði að gefa kindakjöti tækifæri. Þessar eldri kindur hafa verið á fjalli fleiri en eitt sumar og fengið meira
24. maí 2015 kl. 8:40

Kraftmikil ommiletta með sterku chilislegnu rækjusalati og fersku kóríander

Mér finnst frábært byrjun á degi að fá mér ommilettu í morgunverð. Ætli byrji ekki daginn með einhverslags eggjum fjóra daga vikunnar. Ég elska egg! Og sem betur fer hefur það komið á daginn að egg eru hollur og góður matur, pökkuð með góðri næringu og vítamínum. Það er líka kostur eggja að borði maður 2-3 egg á morgnanna er maður vel mettur fram eftir degi. Ég sá einhversstaðar rannsókn þar sem meira
17. maí 2015 kl. 12:57

Næstum fullkomin nautalund með gullostasósu og bakaðri kartöflu

Tíminn líður hratt. Það er búið að vera mikið að gera seinustu daga og ég hef því lítið sinnt blogginu mínu - stundum er það bara þannig. Á döfinni er flutningur til Brighton í Suður Englandi. Undirbúningur er á fullu og því hefur hugurinn verið annarsstaðar! Snædís, eiginkona mín, er að fara í framhaldsnám í sálfræði við háskólann í Sussex. Þarna munum við dvelja í hálft annað ár. Börnin fara í meira
1. maí 2015 kl. 15:00

Kjúklingabringur "sous vide" með fáfnisgrasbættri sveppasósu með góðu rauðvíni!

Þeir sem lesa síðuna mína muna kannski eftir því að ég var með námskeið í Salt eldhúsi nýverið þar sem ég kynnti einkar áhugasömum nemendum grundvallar atriði "sous vide" eldamennsku - hægt er að lesa um námskeiðið hérna. Þar elduðum við fjórar uppskriftir, nautasteik með bernaise, lax með hollandaise, andabringu með kirsuberjusósu og svo kjúkling með fáfnisgrasbættri sveppasósu. Þessari síðustu meira
19. apríl 2015 kl. 16:22

Kræklingur að hætti Villa og Sous vide andabringur l'orange með appelsínusósu

Það var efnt til veislu nú um helgina hérna á heimilinu - ekkert stórt, bara við heimilisfólkið - í tilefni þess að konan mín, Snædís, var að hætta í vinnunni sinni og stefnir á frekara nám í haust. Hún er á leiðinni í næstu viku í viðtal í Brighton, þar sem hún er að sækja um framhaldsnám í sálfræði. Ef allt gengur eftir (geri ráð fyrir því þar sem að hún er frábær!) þá flytjum við okkur um set á meira
16. apríl 2015 kl. 21:57

Ljúffengar fylltar og beikonvafðar grísalundir með einfaldri soðsósu og katalónskum kartöflum

Bróðir minn kom í óvænta heimsókn frá Stokkhólmi á leið sinni á vinafund í Berlín. Það er alltaf gaman að fá hann í heimsókn. Hann er að vanda sig við kjötát, að því leyti að hann neytir aðeins kjöts sem hefur fengið gott aðhald í uppvexti sínum. Þetta finnst mér góð prinsipp og reyni sjálfur að halda í þessa stefnu eins og framast er kostur. Það er ánægjulegt að vita til þess að kjötið sem maður meira
6. apríl 2015 kl. 16:09

Páskamaturinn: Hefðbundið lambalæri með ekta rjómalagaðri sveppasósu, gulrótarturnum sousvide og blómkálsgratíni

Ég verð seint kallaður trúaður maður - er trúleysingi fram í fingurgóma en sem nautnaseggur finnst þó gaman að vel flestum hátíðum hvort sem það eru jól, páskar, Jónsmessa, þakkargjörð eða hvað sem er. Það þarf ekki mikið til að koma mér í gírinn og vilja elda góðan mat. Þó er það svo að ég þarf varla á einhverjum hátíðum að halda til að vilja halda veislu, en þær eru samt ári góð afsökun fyrir meira
28. mars 2015 kl. 9:14

Námskeið í Salt Eldhúsi - Sous vide matargerð

  Fimmtudagskvöldið 26. mars var ég með mitt fyrsta matreiðslunámskeið og kynnti sous vide eldamennsku fyrir sextán áhugasömum þátttakaendum. Fyrir þá sem ekki þekkja hugtakið "sous vide" þá þýðir það að elda undir þrýstingi. Sem kannski er rangnefni. Ætli nákvæmniseldmennska (preciscion cooking) væri ekki betra - allar uppástungur er þó vel þegnar.   Ég held að fyrir áhugafólk um meira
15. mars 2015 kl. 16:56

Ekta keisarasalat - eldsnögg veislumáltíð

Það er í raun rangnefni að kalla þetta salat keisarasalat. Á ensku kallast þetta salat Ceasar salat og það hefur ekkert með Júlíus Sesar keisara að gera. Salatið heitir í höfuðið á þeim sem bjó það til í fyrsta sinn en það var Ceasar Cardini. Hann var veitingamaður og rak veitingahús í Tijuana. Sagan hermir að hann hafi fundið upp salatið þann fjórða júlí 1924 í örvæntingu þegar birgðir voru á meira
2. mars 2015 kl. 19:42

Ósætar vöfflur með cheddar osti og serranoskinku

  Vöfflur eru ævafornar. Hægt er að finna vöfflujárn frá miðöldum víða um Evrópu. Flest þeirra voru í fórum kirkjunnar og notuð til að búa til oblátur. Það var þó ekki fyrr en á fimmtánduu öld að uppskriftir sem við myndum þekkja sem hefðbundnar vöffluuppskriftir fóru að berast ၠmilli manna og er sú fyrsta frၠParís. Hefðin breiddist um Evrópu og skaut dýpstum rótum meira
18. febrúar 2015 kl. 17:53

Alpablogg; Alparif með karmellisseruðu hvítkáli og fersku timíani

Skíðafríið okkar er nú hálfnað. Við höfum skíðað nú í sex daga (eigum þrjá daga eftir) í frábæru færi í dásamlegu veðri. Nær allir í essinu sínu - nema hvað faðir minn er hálf svekktur yfir því að ná ekki að skíða sökum meins í hné sem okkur gengur ekki að hemja. Hann náði samt hálfum degi um daginn og virtist nokkuð glaður. Vona samt að hann nái að skíða aðeins meir! Eins og fram kom í síðustu meira
9. febrúar 2015 kl. 19:41

Ofnbakaðar marineraðar lambalærissneiðar með sítrónuberki og myntu á norður Afríska vísu

Ég lenti inn á spjallþræði í dag þar sem spurt var um uppskrifir að lambalærisneiðum. Margar ljúffengar uppástungur lentu inn á þræðinum en ég telfdi fram þessari uppskrift sem ég birti í Veislunni endalausu sem kom út núna fyrir jólin! Fyrst að ég var búinn að skella henni inn á FB var alveg gráupplagt að leggja hana líka inn á síðuna mína! Í þessum rétti sameinast Norður-Afríka og Ísland á meira
5. febrúar 2015 kl. 10:25

Úrbeinaður og fylltur lambahryggur "sous vide" með gratíni, einfaldri soðsósu og baunum

Ég fann lambahrygg í frystinum í vikunni og hugsaði með mér að þetta væri góð fyrsta kjötmáltíð eftir föstuna. Fátt er jú betra en íslenskt lambakjöt - og er til betri matur til að hefja kjötátið aftur en þetta? Misskiljið mig ekki, grænmetið mun fá mun stærri sess í eldhúsi á mínu heimili á næstunni - takið vel eftir!   Fyrir marga er það að elda sous-vide (undir vatnsþrýstingi) meira
1. febrúar 2015 kl. 12:33

Grænmetismánuður að baki! Ljúffengir dagar!

Nú höfum við fjölskyldan verið grænmetisætur í einn mánuð. Ástæða þess að við ákváðum að prófa þetta var helst að breyta til og sjá hvort við gætum eldað jafngóðan mat og við höfum vanist. Og það var ekkert mál. Og það sem kom mér mest á óvart var að ég saknaði varla kjötsins. En kannski fór ég líka einföldu leiðina og notaði talsvert mikið af pasta, hrísgrjónum og baunum til að setja í stað meira
25. janúar 2015 kl. 12:44

Ljúffengt sveppa-stroganoff með ofnfrönskum og salati

  Það var í nóvember 2011 að ég var að leika mér að því að gera Stroganoff. Og ég var alveg sérstaklega hrifinn af þessum rétti, svo mjög að ég lét mína útgáfu af honum fljóta með í fyrstu bókinni minni; Tími til að njóta!    Þessi réttur á rætur sínar að rekja til Rússlands. Fyrstu heimildir um þennan rétt má finna í frægri rússneskri matreiðslubók frá árinu 1861. Uppskriftin hefur meira
23. janúar 2015 kl. 11:38

Dásamlegt chili sin carne með nachos, rifnum osti, gulum baunum og rifnum osti

Um síðustu helgi var okkur hjónum boðið í matarboð til Önnu Margrétar og Tomma, eigenda Sagna, sem gefa út bækurnar mínar. Og þar var aldeilis fín veisla. Anna hafði fengið veður af því að við hjónin værum í grænmetismánuði og gerði handa okkur frábæra rétti byggða á nýútkominni bók Önnu Jones; A modern way to eat! Við fengum þríréttaða veislu. Fyrst ljúffenga rústik tómatsúpu, svo spaghetti með meira
18. janúar 2015 kl. 12:34

Fylltar crepes með sveppum og púrru - gratineraðar með västerbotten osti og ofnbakaðar papríkur með geitaosti

Lífið sem grænmetisæta er einfaldara en ég hélt að það yrði. Nú eru tvær vikur liðnar og ótrúlegt en satt, þá saknar þessi kjötæta kjöts bara ekki hætishót. Í vikunni gerðum við grænmetiskarrírétt með hrísgrjónum, kartöflurétt með strengjabaunum og linsoðnum eggjum, pasta með eggaldintómatsósu og svo þennan ljúffenga rétt - fylltar crepes. Þessum rétti svipar aðeins til annars sem ég gerði meira
11. janúar 2015 kl. 10:12

Tacóveisla - heimagert guacamole, steiktar nýrnabaunir og heitar kjúklingabaunir og fullt af grænmeti

Líf grænmetisætunnar heldur áfram. Nú erum við búin að borða grænmetismat í vikutíma og það er auðveldara en mörg kjötætan myndi halda. Ein vika er náttúrulega ekki langur tími! Ég þekki nógu margar uppskriftir til að hafa getið klárað fyrstu viku án þess að rembast mikið en mig grunar að það komi fljótlega að leiðarenda. Sjáum hvað setur.   Á föstudagskvöldum er gjarnan elduð flatbaka meira
10. janúar 2015 kl. 16:41

Ríkulega fylltir sveppir, kartöflugratín og salat - grænmetismánuður heldur áfram!

Fylltir sveppur er réttur sem er sóttur í hugmyndasmiðju föður míns. Ég man ekki alveg hvenær hann gerði fyllta sveppi í fyrsta sinn en ég man vel eftir því þegar hann eldaði þá á grillinu skömmu eftir að foreldrar mínir eignuðust sumarbústað við Meðalfellsvatn í Kjósinni sumarið 2001. Við urðum svöng einhvern tíma um kvöldið og faðir minn gerði sveppina sem náttverð. Þá notuðum við Flúðasveppi meira
3. janúar 2015 kl. 11:13

Flatbökuveisla annan janúar! Grænmetis og ostapizzur ráða ríkjum!

Við í Púkagranda eitt ætlum að gerast grænmetisætur nú í janúar. Þetta var áramótaheit fjölskyldunnar í ár (en þó bara í janúar) og það er kannski ekki svo vitlaus hugmynd eftir gengdarlaust kjötát síðustu misseri.   Og ég er auðvitað kjötæta par excellance og hef verið alla tíð - það ætti að vera öllum lesendum heimasíðunnar minnar morgunljóst. Hérna úir og grúir af kjötuppskriftum af meira
24. desember 2014 kl. 14:17

Fjölbreytt heimagerð síld; hefðbundin, með tómat og basil, hvítlauk og svo dúndur sinnepssíld!

Síld er veislumatur í Svíþjóð. Svo mikill að hún á sinn hátíðarsess bæði á jólum, páskum og Jónsmessu! Í desember fyllast allar verslanir í síld og jólaskinku. Svíar halda jólin á annan hátt en við að því leyti að þeir taka stóran hluta af aðfangadegi í jólahaldið. Byrja gjarnan í hádeginu og bjóða þá upp á hlaðborð þar sem kennir ýmissa grasa, allt frá pylsum, kjötbollum, eggjum, jólaskinku meira
17. desember 2014 kl. 8:26

Dúndur tómatsúpa með ofnristuðum tómötum, smá rjómafloti, basil og rauðvínstári í vetrarmyrkrinu

  Jólin nálgast óðfluga, engin fer varhluta af því. Og þá er ágætt að geta sett saman ljúffenga kvöldmáltíð á stuttum tíma. Og þessi súpa er bæði fljótleg, holl en það mikilvægasta er að hún er alveg ótrúlega ljúffeng. Uppskriftin byggir á einum uppáhaldspastaréttinum mínum, sem er sérlega ljúffengur - kíkið endilega á uppskriftina hérna!    Þessi súpa byggir á tveimur meira
14. desember 2014 kl. 22:11

Valdís 14 ára: Þriggja rétta veisla eftir óskum heimasætunnar og fullt hús af glöðum vinkonum! Tricolore, steik og bernaise og súkkulaðimús!

  Frumburðurinn minn, Valdís Eik, verður fjórtán ára núna á laugardaginn næstkomandi. Hún ákvað í tilefni þess að óska eftir því að fá að halda stórt matarboð eins og hún hafði fengið fyrir ári síðan. Eftir því sem mér skildist á henni þá hafði það spurst vel fyrir og mikil tilhlökkun fyrir því að endurtaka leikinn. Og ekki stóð það á okkur hjónum að verða við bón heimasætunnar.    meira
12. desember 2014 kl. 8:56

Marókósk kjúklingatagína með marineruðum sítrónum, svörtum ólífum og kúrbít

Þetta er einn af uppáhaldsréttunum úr bókinni minni. Fullt af brögðum sem maður er ekki vanur að nota, en þó með kryddum sem eru okkur  Ég hef lengi verið áhugasamur um matargerð Norður Afríku og þá sérstaklega Marókkós um nokkuð langt skeið. Ekki minnkaði áhuginn við að eignast vinkonu sem á þangað rætur að rekja,  Sumarið 2010 fórum við fjölskyldan í sumarfrí til Frakklands þar sem við meira
28. nóvember 2014 kl. 8:43

Haustleg nauta "sússa" með rótargrænmeti, grænkáli og íslensku perlubyggi

  Þó að haustið sé búið að vera milt þá eru dagarnir samt alltaf að styttast! Og þó svo að það sé yfir frostmarki þá blæs jú meira en góðu hófi gegnir og rignir meira en maður þolir og við svona aðstæður er gott að hverfa inn í eldhúsið og verma sálartetrið með góðum mat. Þessi réttur ætti að geta veitt sálarbjörg á erfiðum haustdegi.   Okei... orðið sússa þarf náttúrulega einhverra meira
21. nóvember 2014 kl. 12:23

Læknisráð í Eldhúsinu: Einföld egg á þrjá vegu og heimsókn til Brúneggja

  Eigendur Brúneggja, Kristinn Gylfi og Helga Guðrún, höfðu samband við mig fyrir nokkrum vikum og spurðu hvort ég hefði áhuga á því að vinna með þeim í tengslum við heimasíðu sem þau er að fylgja úr hlaði - brunegg.is. Mér fannst hugmyndin áhugaverð og óskaði eftir meiri upplýsingum um hvernig framleiðslu Brúneggja er háttað og eftir lestur ítarefnis fannst mér þetta spennandi. Við meira
13. nóvember 2014 kl. 10:18

Stórgóð steikt klausturbleikja með pækluðu gúrkusalati, sýrðrjómasósu og gulrótamauki

  Við komum heim frá Íslandi fyrir rúmri viku síðan eftir frábæra en annasama daga á Íslandi. Það var virkilega gaman að kynna bókina mína fyrir fólki. Það kom fjöldi fólks í útgáfuveisluna mína í Eymundsson og svo kom líka heilmikið af fólki við í Líf og List í Smáralindinni daginn eftir. Þar bauð ég upp á nautalund "sous vide" með klettasalati og parmaosti. Held að ég hafi deilt út nærri meira
28. október 2014 kl. 10:17

Íslandsferð; lambafile í kjósinni með dásamlegri rjómasveppasósu Blöndals og djúpsteiktar strengjakartöflur

 Jæja, þá erum við komin til landsins. Nýtt ár, ný bók - fjörið er rétt að byrja! Og nú er öll fjölskyldan með í för ólíkt því sem var í fyrra þar sem ég var bara einn á ferð. Mér finnst sérstaklega gott að hafa alla með - þetta verður einhvern veginn raunverulegra með fjölskylduna með í leiðangrinum. Þá fá þau líka að vera með í uppskerunni. Þau tóku svo sannarlega þátt í vinnunni með mér - meira
23. október 2014 kl. 8:48

Ævintýrakarrí með cashewhnetum og kinnfiski, naan brauði, blómkáli með sinnepsfræjum og svo tómat- og lauksalati

 Innblástur að þessum rétti er sóttur til Indlands. Þetta byggir þó ekki á neinni sérstakri uppskrift heldur var þetta samvinnuverkefni okkar bræðra í eldhúsinu í gærkvöldi. Útgangspunkturinn var að gera einhverslags indverskt innblásna kássu og setja í hana ljúffengan, íslenskan fisk. Á meðan ég var í skvassi sá bróðir minn um að gera karrímaukið. Við hjálpuðumst svo að við það sem eftir meira
13. október 2014 kl. 8:37

Kjúklingabringur frá Kænugarði með steinseljubættri kartöflumús og blönduðum tómötum

 Þó að rétturinn kallist Kjúklingur frá Kænugarði (Chicken Kiev) þá á þessi réttur sennilega uppruna sinn að rekja til Frakklands. Ætli fyrirmyndin sé ekki hinn frægi réttur - Cordon bleu - þar sem kjöti (einna helst kálfakjöti) er vafið utan um ost og skinku og pakkað inn í brauðmylsnu og steikt. Rússneski aðallinn bæði réð franska kokka og sendi rússneska kokka til Frakklands í nám og er meira
8. október 2014 kl. 10:02

Grillaður þorskhnakki með brúnuðu kryddsmjöri, blómkálsmús með geitaosti og smjörsteiktum fennel

 Fiskur er ekki eins oft á borðum á mínu heimili eins og ég myndi gjarnan vilja - Ég vildi óska þess að hafa fisk í matinn að minnsta kosti tvivar til þrisvar í viku. En fiskur hér á meginlandinu er almennt fokdýr. Ferskur þorskhnakki kostar hér í Lundi um 5000 krónur kílóið. Ef mann langar til að prófa skötusel þá er hann falur fyrir tæpar 9000 krónur. Helst er hægt að fá rauðsprettu á meira
5. október 2014 kl. 10:31

Ofngrillaðir kjúklingabitar með rótargrænmeti bakarans með rjómalagaðri sósu og einföldu salati

 Þessi uppskrift er ótrúlega einföld og niðurstaðan sérlega ljúffeng. Hugmyndin er úr ýmsum áttum. Fyrirmyndin er frönsk - pommes boulangère - sem eru þunnt skornar kartöflur raðað saman með þunnum sneiðum af þunnt sneiddum lauk bragðbætt með timian og penslað með smjöri. Og auðvitað nóg af salti og pipar. Mín uppskrift var ekkert svo frábrugðin nema að ég notaði fjölbreytt úrval af meira
28. september 2014 kl. 16:36

Valdís eldar: Paneng gai - kjúklingur í kókós- og rauð-karrísósu með hrísgrjónum

 Valdís Eik, frumburðurinn minn, tók að sér eldamennskuna nú á fimmtudaginn var og sló í gegn með þessum frábæra rétti. Við vorum mikið að skoða uppskriftir á netinu þann daginn og hún sýndi mér fjölda uppskrifta sem henni fannst koma til álita. Hún valdi svo eina uppskrift sem hún vildi styðjast við. Og hún sá mestmegnis um eldamennskuna sjálf. Ég var þarna bara til stuðnings og meira
25. september 2014 kl. 13:26

Salat með konfíteraðri önd, perum, pekanhnetum og blámygluosti

Þessi réttur er afleiðing óskipulagsins núna um daginn. Eins og ég nefndi í fyrri færslu þá ætlaði ég að elda önd í heilu lagi fyrir konuna mína í tilefni afmælisdagsins en hafði láðst að kaupa í matinn sökum anna. Á sunnudaginn fór ég á stúfana og fann frosna önd og ímyndaði mér í einhverju bjartsýniskastinu að það myndi ganga að þýða hana í tæka tíð fyrir eldamennskuna. En öndin þiðnaði ekki meira